Gljúfrastofa
Gestastofa þjóðgarðsins á norðursvæði er í Ásbyrgi. Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans; gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. Gljúfrastofa er opin frá 1. maí til 30. september. Utan þess tíma er þar opið eftir samkomulagi. Starfsmenn þjóðgarðsins bjóða skipulagðar gönguferðir og sérstök dagskrá er fyrir börn.

Afgreiðslutími Gljúfrastofu árið 2011:
1. maí – 31. maí:     10 – 16 daglega
1. júní – 19. júní:               9 – 19 daglega
20. júní – 14. ágúst:     9 – 21 daglega
15. ágúst – 31. ágúst:       9 – 19 daglega
1. sept – 30. sept:            10 – 16 daglega


Þjóðgarðurinn er opinn gestum allt árið um kring. Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Í Vesturdal er fallegt tjaldsvæði en þjónusta minni. Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 15. maí til 30. september og í Vesturdal frá 7. júní til 15. september, með þjónustu og gæslu. Hafa þarf samband við þjóðgarðsvörð ef gestir hyggjast dveljast í þjóðgarðinum utan þjónustutíma tjaldsvæða eða nýta sér Gljúfrastofu.

Almennar upplýsingar:
Gljúfrastofa

Ásbyrgi
671 Kópasker

Sími 470 7100
asbyrgi@vjp.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga