Kaldalón og Kaldalóns í sal Tónlistarskólans á Ísafirði
Kaldalón og Kaldalóns í sal Tónlistarskólans á Ísafirði
Sögusýningin Kaldalón og Kaldalóns verður opnuð í sal Tónlistarskólans á Ísafirði kl. 17 í dag, en hún fjallar um tónskáldið og lækninn Sigvalda Kaldalóns og tengsl hans við Djúpið. Sigvaldi Kaldalóns kenndi sig við Kaldalón, en hann bjó á Ármúla og starfaði þar sem héraðslæknir á 2. áratug 20. aldar. Þar samdi hann mörg sín þekktustu lög, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Svanurinn minn syngur, Hamraborgin og mörg fleiri. Við opnun sýningarinnar munu ísfirskar listakonur flytja nokkur lög eftir Sigvalda. Arnþrúður Gísladóttir leikur á þverflautu og Herdís Anna Jónasdóttir syngur. Meðleikur á píanó verður í höndum Sigríðar Ragnarsdóttur. Guðfinna Hreiðarsdóttir mun jafnframt kynna bók sína um Höllu skáldkonu og Ólafur J. Engilbertsson fylgja sýningunni úr hlaði.
Að sýningunni og dagskránni stendur Snjáfjallasetur í samstarfi við Tónlistarskólann á Ísafirði og Tónlistarfélag Ísafjarðar. Ólafur J. Engilbertsson hjá Sögumiðlun ehf sá um gerð sýningarinnar.

Sigvaldi Kaldalóns og kona hans Margrethe Simson
árið 1919.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga