Húsavík er stærst víkna milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar

Gengið við rætur Hvítserks - HMA

Húsavík er stærst víkna milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Þar segir Landnáma að Þorsteinn kleggi hafi numið land og út af honum séu Húsvíkingar komnir. Inn af víkinni gengur grösugur dalur sem skiptist síðan í þrjá minni dali. Fjórir bæir voru í Húsavík, þrír út við sjó en einn innar í víkinni. Fyrr á öldum mun þó hafa verið búið víðar í víkinni. Húsavík þótti góð bújörð, þar var fjörubeit góð og þaðan var gott útræði. Snjóþungt er í víkinni og þokur tíðar, auk þess sem stórviðri hafa unnið þar mikið tjón. Í Húsavík er  Húsavíkurkirkja, byggð 1937. Í Húsavíkursókn voru jarðirnar fjórar í víkinni, en auk þess Litlavík og Álftavík.  Jeppavegur um Húsavíkurheiði og áfram um Nesháls til Loðmundarfjarðar er snjóþungur og sjaldnast fær fyrr en í byrjun júlí.

Húsavíkurskáli - HMA 2002

Í júlí 2000 var tekinn í notkun nýr 33ja manna glæsilegur gönguskáli í eigu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.    Hann er við rætur Skælings, skammt frá veginum upp á Nesháls..

Húsavík - HMA 2004

Margrét ríka, sem átti Húsavík á 16. öld, kallaði Húsavík „víkina ljótu en feitu". Sú nafngift er vart verðskulduð því víkin skartar a.m.k. tveim einstökum fjöllum. Annað er Hvítserkur, eitt fegursta og sérstæðasta fjall landsins með dökka bergganga þvers og kruss um ljósar hlíðar sínar og svo Skælingur, eitt formfegursta fjall landsins, stundum af sjómönnum kallaður „kínverska musterið" af sjómönnum. Fegurð er metin öðruvísi nú til dags en var á öldum áður því þá réðu oft magn og gæði beitarlands mestu.

Áð við Hvítserk - HMA 2004


Skælingur „Kínverska musterið“ - HMA 2004

Hvítserkur og Leirfjall hafa myndast í gífurlegu sprengigosi og en aðal bergtegundin í þeim er ingnimbrít eða flikruberg. Í Hvítserki er að finna elstu kristalla sem hafa verið aldursgreindir í íslenskri náttúru, ca. 150 miljón ára gamlir.
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs reisti sumarið 2000 glæsilegan 33ja manna gönguskála í Húsavík nálægt Loðmundarfjarðarvegi við rætur Skælings.


Morgunverðurinn tilbúinn í Húsavík - HMA 2005

Húsavíkurbærinn og Húsavíkurkirkja.     HMA

Hvítserkur, Gunnhildardalur og Leirfjall. Glettingskollur í fjarska


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga