Tröll í Fossatúni
Einstök ferðaþjónusta er rekin í Fossatúni í Borgarfirði. Þar eru veitingahús og tjaldstæði, heitir pottar, sturtuaðstaða og góð afþreyingar-og leikjaaðstaða, leikkasalir, minigolfvöllur og fl. Gönguleiðir eru margar og fagrar. Söguvettvangurinn í Fossatúni er gönguhringur út frá veitingahúsinu upp á Stekkjarás með bökkum Grímsár og til baka að Tröllfossum. Þetta er létt ganga og öllum fær og á henni eru 11 viðkomustaðir þar sem skilti eru fest í holtagrjót. Á þessum skiltum eru teikningar eftir Brian Pilkington, ljósmyndir Jóhanns Páls Valdemarssonar og textar úr bókinni Tryggðartröll eftir Steinar Berg sem einmitt rekur Fossatún ásamt konu sinni. Markmið gönguhringsins er að veita skemmtun, fræðslu og upplifun í fallegu náttúrulegu umhverfi, kynnast tröllum og kannski okkur sjálfum í leiðinni. Eins og önnur starfsemi í Fossatúni miðast Söguvettvangurinn við fjölsylduvæn gildi og tengist því vel annarri starfssemi og afþreyingu sem er í boði á svæðinu. Og markmiðið er að tröll og sögur verði veigamiklar í umhverfi og starfssemi Fossatúns í framtíðinni.Fossatún ehf Fossatúni Sími: 433 5800 GSM (Steinar):   893 9733  www.fossatun.is
Borgarbyggð 311 Borgarnes kt. 640210–0360 GSM (Ingibjörg) 892 2013  upplysingar@fossatun.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga