Veiðist langt fram eftir hausti
 Veiðár ehf. er fyrirtæki sem er með Staðarhólsá og Hvolsá í Saurbæ í Dalasýslu á leigu.

Leigutakinn, Kristjón Sigurðsson segir árnar aðallega bleikjuár en þarna sé líka lax, þótt lítið hafi verið af honum fram á seinustu ár. „Hins vegar höfum við verið að auka laxinn seinustu árin. Það komu um 640 fiskar upp úr ánum í fyrra, þar af voru um þrjúhundruð og áttatíu laxar og fjölgaði um 250 frá árið áður."

Til að fá veiðileyfi í Staðarhólsá og Hvolsá er auðveldast að hafa samband í gegnum netfangið, ks@rafal.is eða í gsm síma sem er 892-9034.

„Þetta er fjórða árið sem ég leigi út árnar," segir Kristjón. Verðið er óbreytt frá fyrra ári og stöngin kostar mest 26 þúsund á dag. Það eru fjórar stangir leyfðar í árnar – sem eru eitt vatnasvið – samanlagt 123 ferkílómetrar.

Við getum ekki ráðið veðri, vatni og veiði, en höfum lagt áherslu á að auka þægindi þeirra sem koma á svæðið. Við höfum lagað veiðihúsið mikið og bætt til að auðveldara sé að ganga um það og fólki líði þar betur. Við fyrirhugum að gera enn meira, til að gera staðinn áhugaverðari fyrir fjölskyldur og einstaklinga." Í húsinu eru fjögur tveggja manna herbergi og tvö eins manns her- bergi.

Þar er líka mjög góð borðstofa og nýtt eldhús sem er vel búið tækjum. Kristjón segir ekki uppselt í árnar
í sumar. „við eigum nokkra daga í byrjun júlí og nokkra í enda september, sem er ekki slæmt, því þetta eru síðsumarsár og oft góð veiði á þessum tíma."

Veiðihúsið er tæplega þrjátíu kílómetra frá Búðardal, vestan við Svínadal. Áin sem rennur til vest- urs í Svínadal rennur í Hvolsá og þar veiðist bæði bleikja og lax.

„Þetta er góður matfiskur," segir Kristjón. „Bleikjan þarna er mjög skemmtileg og veiðist líka langt fram eftir hausti."


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga