Greinasafni: Veitingar
Við Pollinn veitingastaður
Veitingastaðurinn Við Pollinn er staðsettur á Hótel Ísafirði í hjarta bæjarins. Úrval af ódýrum fisk-og kjötréttum eru í boði í hádeginu og kvöldin. Börn eru sérstaklega velkomin og er afsláttur fyrir þau af matseðli dagsins en auk þess er sérstakur barnamatseðil. Við Pollinn leggur áherslu á ljúffengan mat á góðu verði. Hráefni úr héraði er í öndvegi hjá veitingastaðnum og reynt er að hafa eins mikið hráefni frá næsta nágrenni eins og unnt er, fiskinn, kjötið og fleira. Og hráefnið er alltaf ferkst. Á boðstólnum eru auk þess ýmsir smáréttir, heimabakað góðgæti og margskonar drykkir, áfengir sem óáfengir. Á veitingastaðnum er einnig rekin veisluþjónusta sem tekur að sér hverskyns veislur, allt frá hanastélum til margréttaðra kvöldverða. Forsvarsmenn veitingastaðarins segja enga veislu of litla eða of stóra fyrir sig. Þeir sníði þjónustuna einfaldlega að þörfum viðskiptavinarins. Veitingastaðurinn er einnig með fundarsal á Hótel Ísafirði og er hann búinn skjávarpa og þráðlaustu neti auk þess sem þar er að finna annan hefðbundin búnað sem fylgir betri fundarsölum.

www.vidpollinn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga