Greinasafni: Hótel og gisting
Gisting í Hallargarðinum

- Gistihúsið Við Fjörðinn býður upp á garðskála og grillveislur
Gistihúsið Við Fjörðinn er staðsett í Hallargarðinum í sögufrægu húsi á Þingeyri. Hjónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson reka gistihúsið auk F&S hópferðabíla. 9 herbergi eru í gistihúsinu, en einnig eru 3 íbúðir í boði og eitt lítið 100 ára gamalt hús við Aðalstrætið, handan gistihússins. „Garðurinn við þetta hús er gamall og gróinn með rennandi læk og nær alla leið upp í fjall. Íbúðirnar eru með sérinngangi og ein þeirra er alveg sérútbúin fyrir fólk í hjólastól.


Í garðinum hjá okkur, sem er hellulagður og á fjórum stöllum, er mjög góð aðstaða. Þar eru grill, borð og stólar og skjólgott er við húsið. Sjónvarp er í íbúðunum og hægt að komast í nettengingu í garðskálanum“ Herbergin eru eins til fjögurra manna. Þau eru ýmist með aðgang að sameiginlegum eða sér baðherbergjum. Það er hægt að fá hvort sem er svefnpokagistingu eða uppábúin rúm. Í húsinu er eldunaraðstaða og líka möguleiki á að kaupa sér morgunmat sem er framreiddur í garðskálanum í aðal húsinu. 

Glatt á hjalla í grillveislum
„Við tökum að okkur grillveislur sem reynst hafa mjög vel og ávallt er glatt á hjalla. Grillveislurnar njóta mikilla vinsælda, bæði meðal gönguhópa sem gista gjarnan hjá okkur og ljúka dvölinni, oft eftir langa og stranga göngu, á grillveislu. Auk þess sem til okkar hafa komið alls konar hópar, frá vinnustöðum, saumaklúbbar og slíkt sem halda veislur að ýmsu tilefni,“ segir Sigríður eða Sirrý eins og hún er kölluð. Sirrý segir margt hægt að gera á Þingeyri, fara í gönguferðir um þorpið, skoða gömul hús, fara í golf, á hestbak, fara á söguslóðir Gísla Súrssonar, skoða víkingasvæðið sem er i uppbyggingu, fara í sund og í íþróttahúsið. „Einnig er hér Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar. Þar var kennd vélsmíði og hún þjónaði breskum togurum hér á árum áður. Það sem er sérstakt við hana er að ennþá er unnið í smiðjunni. Og þar er eldsmiðja sem er enn í fullri notkun. Rétt utan við bæinn er svo hestaleiga og þar er nýbúið að reisa reiðhöll. Einnig er hægt að fara hér fyrir Nes sem er mjög falleg leið á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Vegurinn er ekki alltaf fær litlum bílum og því er nauðsynlegt að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina hér um færð áður en lagt er á veginn. Stórir háir húsbílar eiga ekkert erindi á þessa leið, því þeir myndu bara festast í klettunum sem slúta yfir veginn,“ segir Sirrý.

Sögustund í sundlauginni
“Hér er geysifínn níu holu golfvöllur í Meðaldal, á einum fallegasta golfvelli á landinu. Fyrir þá sem vilja fara í fjallgöngu er þetta alveg kjörið svæði. Hægt er að ganga á Kaldbak sem er hæsta fjall Vestfjarða og óendanlega margir göngumöguleikar eru á svæðinu fyrir vana sem óvana. Ferðamálasamtök Vestfjarða gáfu út göngukort af Vestfjörðum sem eru nú fáanleg í upplýsingamiðstöðvum. Víða eru fallegar fjörur sem gaman er að ganga og það er afskaplega vingjarnlegt og gestrisið fólk hér á svæðinu,“ segir Sirrý. Í sundlauginni á morgnana kemur alltaf hópur af fólki og þar eru sagðar sögur, farið með vísur og gátur. Þar er kaffihorn og mikil stemmning. Auðvita synda menn líka en ferðamenn eru hvattir til að mæta í sögustund í lauginni til að taka púlsinn á mannlífinu á Þingeyri. Nýlega var Þingeyrarkirkja færð í upprunalegt horf og í henni er mjög falleg altaristafla eftir Þórarinn B. Þorláksson. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þjónustuna hjá Sirrý skal bent á heimasíðuna www.vidfjordinn.is 

Eins og fyrr segir reka hjónin fyrirtækið F&S hópferðabíla sem meðal annars sjá um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ og eru áætlunarferðir á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri auk þess að vera með bíla í alls konar aukaferðum um landið.

Gistihúsið Við Fjörðinn | Aðalstræti 26 - 470 Þingeyri | GSM: 847-0285 | vidfjordinn@vidfjordinn.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga