Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Í Djúpavík kemst fólk í friðsæld og menningu
Í Djúpavík kemst fólk í friðsæld og menningu
Í Djúpavík kemst fólk í friðsæld og menningu

Djúpavík er skjólgóð vík í Reykjarfirði á Ströndum, svæði sem er austasti hluti Vestfjarða. Umhverfið er friðsælt og afskekkt, ósnert af nýjustu nútíma ,,framförum” þar sem kyrrðin ræður ríkjum og náttúruöflin halda áfram að móta hrjúf fjöllin. Hótel Djúpavík er í byggingu sem einu sinni hýsti konurnar sem unnu við síldarsöltun á síldarplaninu á Djúpavík þegar síldarævintýri landsmanna var í hvað mestum blóma. Auk hótelsins er einnig rekið sumarhúsið Álfasteinn í Djúpavík, sem er einfaldari gisting fyrir fyrir litla hópa allt að 10 manns.
Djúpavík komst skyndilega í sviðsljósið á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar þegar hópur frumkvöðla reisti síldarverksmiðju í víkinni. Verksmiðjan var starfrækt þar til skömmu eftir 1950 þegar síldin var komin mun austar við landið og nú er í vélasal hennar Sögusýning Djúpavíkur sem fjallar um þessa stórbrotnu daga. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri Hótels Djúpavíkur, segir að umtalsverð umferð ferðamanna hafi verið síðan í maímánuði og það sé auðvitað mjög ánægjulegt þegar ferðamannatímabilið að sumarlagi lengist talsvert. Eva telur að það sé að aukast að einhver hluti erlendra ferðamanna vilji vera á ferðinni utan aðal annatímans að sumri og m.a. var í maímánuði hópur hollenskra ljósmyndara. Þegar Íslendingar komi snemma séu þeir yfirleitt að sverma fyrir vetrarferðum, t.d. ferðum á snjósleðum um hálendi Vestfjarða í mars eða apríl. Eva segir að það liggi ýmsar ástæður fyrir því að fólk vilji koma á svona afskekkta staði eins og Djúpavík er, þeir hafi alltaf sérstakan blæ í augum fólks og sumir eru að sækjast eftir meiri ró en það eru almennt vanir. Djúpavík bjóði svo sannarlega upp á það.

Sögu-, myndlista- og ljósmyndasýningar

 

  Hótel Djúpavík.

,,Við erum með menningartengda ferðaþjónustu hér,” segir Eva. ,,Sögusýning er t.d. í gamla verksmiðjuhúsinu þar sem saga Djúpavíkur er rakin í máli og myndum og á hverju sumri erum við einnig með tvær, og stundum fleiri, fjölþjóðlegar myndlistasýningar og ljósmyndasýningar og þannig nýtum við verksmiðjuhúsið á menningarsviðinu. Nú er eina slíka sýningu að sjá hér hjá okkur. Í fyrra var hér skákmót sem var samvinnuverkefni Hótels Djúpavíkur og skákfélagsins Hróksins sem Hrafn Jökulsson átti veg og vanda að, og var leikurinn endurtekinn helgina 19.-21.júní sl. Um miðjan júlí munu tveir Þjóðverjar, Claus Sterneck og Tina Bauer, setja upp mjög athyglisverða ljósmyndasýningu í svokölluðum mjölgangi í síldarverkmiðjunni. Þarna verða sannarlega sýndar öðru vísi landslagsmyndir en almenningur á almennt að venjast, en að sama skapi frábærlega teknar og unnar. Á sama tíma verða að sýndar fjörumyndir Kára Stefánssonar í Íslenskri erfðagreiningu í stóra salnum fyrir neðan mjölganginn, en hún stendur fram til loka ágústmánaðar, líkt og sýning Claus og Tinu.” Boðið er upp á bátsferðir frá Djúpavík í sumar eins og mörg undanfarin sumur og þar gefst tækifæri til að renna fyrir fisk á sjóstöng en einnig eru leigðir út kajakar sem er mjög vinsælt þegar veður er gott og stillt. Á hótelinu er svo sýning á verkum eftir Thomas Malmberg sem er gullsmiður að mennt en hann tálgar abstrakt myndverk sem límd eru á striga/ ramma á vegg. Þegar þeirri sýningu lýkur um miðjan júlí tekur við málverkasýning Ívars Magnússonar en hann er sýnir vatnslitamyndir sem hann hefur málað undanfarin ár.

Vegurinn fær öllum bílum en ekki öllum bílstjórum
,,Þessa menningarstarfsemi hér hugsum við sem viðbót fyrir okkar gesti til að njóta dvalarinnar hér. Við erum ekki með tjaldaðstöðu hér en auðvitað gerist það að hér er tjaldað, kannski þegar fólk þekkir einhverja okkar gesti á hótelinu og vilja vera í námunda við þá en hér er enginn sérstök aðstaða fyrir tjaldgesti. Tjaldsvæði eru á þremur stöðum hér fyrir norðan okkur, lengst frá í Ófeigsfirði, einnig við Ferðafélagshúsið í Norðurfirði og við Finnbogastaðaskóla og okkur finnst að það nái að anna eftirspurninni. Það er mjög gott samstarf milli ferðaþjónustuaðila hér í Árneshreppi og vísum á hvert annað eftir þörfum, t.d. þegar fullbókað er t.d. hjá okkur hér. Við búum hér við vanþróað vegakerfi en vegurinn hefur sannarlega verið að batna á undanförnum árum, en hann er fær öllum bílum, en kannski ekki fær öllum bílstjórum!,” segir Eva Sigurbjörnsdóttir.
Hótel Djúpavík
Djúpuvík
522 Kjörvogi
Sími 4514037
www.djupavik.com
djupavik@snerpa.is

Í Djúpavík kemst fólk í friðsæld og menningu.

Djúpavík er skjólgóð vík í Reykjarfirði á Ströndum, svæði sem er austasti hluti Vestfjarða. Umhverfið er friðsælt og afskekkt, ósnert af nýjustu nútíma ,,framförum” þar sem kyrrðin ræður ríkjum og náttúruöflin halda áfram að móta hrjúf fjöllin. Hótel Djúpavík er í byggingu sem einu sinni hýsti konurnar sem unnu við síldarsöltun á síldarplaninu á Djúpavík þegar síldarævintýri landsmanna var í hvað mestum blóma. Auk hótelsins er einnig rekið sumarhúsið Álfasteinn í Djúpavík, sem er einfaldari gisting fyrir fyrir litla hópa allt að 10 manns. 

Hótel Djúpavík.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga