Greinasafni: Veitingar
Ólafshús á Sauðárkróki
Ólafshús, sem stendur við Aðalgötuna á Sauðárkróki, er alhliða veitingahús og sannkallað fjölsyldufyrirtæki, rekið af hjónunum Sigurpáli Aðalsteinssyni og Kristínu Magnúsdóttur. Ólafshús er gamalt hús sem á sér langa sögu en það var reist árið 1897 af Ólafi Jónssyni söðlasmið frá Dæli. Í húsinu hefur verið söðlaverkstæði, lyfjaverslun, banki, frímúrarar og veitingarekstur síðan árið 1982.
 
Í Ólafshúsi er boðið upp á hádegishlaðborð alla virka daga, rétti dagsins í hádeginu og á kvöldin, grillseðil, pizzur og sérréttaseðil. Kristín segir að aðalmarkmiðið sé að nota einungis gott og ferskt hráefni og bjóða upp á veitingar á sanngjörnu verði. Áhersla er lögð á að nota hráefni úr héraði og taka þannig þátt í verkefninu Skagfirska matarkistan. Lítið huggulegt rými er á efri hæðinni sem tekur allt upp í 12 manns í mat en auk þess er setkrókur þar fyrir 5 manns.

Ólafshús
Aðalgata 15
550 Sauðárkrókur
Sími: 453-6454
www.olafshus.is
videosport@simnet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga