Greinasafni: Söfn
Hafíssetrið á Blönduósi
Hafíssetrið á Blönduósi hefur mikla sérstöðu.

Frá Hafíssetrinu í
Hillebrandtshúsi á Blönduósi.

Hafíssetrið á Blönduósi er til húsa í Hillebrandtshúsi, einu elsta timburhúsi landsins. Þar er finna mikinn fróðleik um hafís við Íslandsstrendur. Hillebrandtshús var byggt árið 1733 á Skagaströnd en seint á 19. öld var húsið flutt til Blönduóss. Hafíssetrið var opnað í húsinu sumarið 2006 og er sýningin sambland veggspjalda, mynda og muna sem minna á norðurslóðir. Fjallað er um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt, t.d. um hvað hafís er, um norðurslóðir, veðurfarsbreytingar, hafís við Ísland, veðurathuganir á Blönduósi, hafískannanir fyrr og nú, Austur-Grænland og konung norðursins – hvítabjörninn. Húnaflói er algengasti dvalarstaður hafíss við Ísland og í gegnum tíðina hafa komur hvítabjarna verið algengar við Húnaflóann. Það er því við hæfi að safnið skuli standa við flóa sem kenndur er við afkvæmi hvítabjarnarins, húna. Á setrinu er varðveittur hvítabjörn sem kom að landi að Hrauni á Skaga sumarið 2008.Í þessu gamla húsi, Hillebrandtshúsi, eitt elsta timburhúsi landsins, getur að líta ýmsan froðleik um hafís. Hillebrandtshúsið á sér langa og skemmtilega sögu. Það var byggð árið 1733 á Skagaströnd en seint á 19. öld var húsið flutt til Blönduóss. Sýning þessi í Hafíssetrinu á Blönduósi opnaði sumarið 2006.

Sýning
Sýningin er sambland veggspjalda, mynda og muna sem minna á norðurslóðir. Fjállað er um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt, t.d. um hvað hafís er, um norðursloðir, veðurfarsbreytingar, hafís við Ísland, veturathuganir á Blönduósi, hafískannanir fyrr og nú, Austur-Grænland og konung norðursins – hvítabjörninn.

Hvers vegna hafíssetur á Blönduósi?
Það fer vel á því að minna á hafísinn hér á Blönduósi við Húnaflóa, hinum mikla flóa sem kenndur er við ungviði hvítabjarnarins, konungs dýraríkisins í norðri. Nafngiftin Húnaflói minnir vissulega á hafíssinn. Hafísbreiðan er heimavöllur hvítabjarnarins. Húnaflói er algengasti dvalarstaður hafíss við Ísland og í gegnum tíðina hafa komur hvítabjarna verið algengar við Húnaflóann. Á setrinu er varðveittur hvítabjörn sem kom að landi að Hraun að Skaga sumarið 2008.

Opnunartímar
Hafíssetrið er opið alla daga frá kl. 11:00 til kl. 17:00 á sumrin. Lokað á veturna.
Umfjöllun um Hafíssetrið á Sjónvarpsstöðinni N4 - 2011 (klikka á linkinn)
Hafíssetur 
Hillebrandtshúsi – 540 Blönduós
Sími: +354 452 4848 hafis@blonduos.is
www.blonduos.is/hafis


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga