Greinasafni: Hótel og gisting
Gistiheimili Hönnu Siggu
Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir, daglega kölluð Hanna Sigga, er frá Vestmannaeyjum en flutti til Hvammstanga 1983. Hana dreymdi ávallt um að opna og reka gistiheimili og sá draumur varð að veruleika 16. júní árið 1999. Hugmyndina fékk hún þegar hún var á ferðalagi í Þýskalandi og gisti þar oft á gistiheimilum. Þá kviknaði hugmyndin að opna gistiheimili í anda Þjóðverja, heimilislegt og notalegt. Nú er hún með 6 gistiherbergi og er opið allan ársins hring. Árið 2004 var byggður glerskáli sem hýsir setustofu og svo morgunverðarskáli. Herbergjum hefur verið breytt, þau stækkuð og aðlöguð að þörfum gestanna.


Aðeins 4 km frá þjóðveginum. Heimilisleg gisting í rólegu umhverfi. 6 tveggja til þriggja manna herbergi. Björt og rúmgóð, heimilisleg herbergi með góðum rúmum. Stór og rúmgóð setustofa með sjónvarpi, bókum og spilum. Heitur pottur. 

Gistiheimili Hönnu Siggu
 Garðarvegur 26, 530 Hvammstangi
Gsm: 451 2407, 861 2207 | Fax: 4513427
gistihs@simnet.is
www.simnet.is/gistihs

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga