Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Ferðaþjónustan Hólum
 
Hólar í Hjaltadal

Súpa úr hvönn - Heilnæm súpa sem þykir lostæti -


„Það er eitt af okkar einkennum að vera svolítið sérstök í matarmenningu og treysta á það sem hendi er næst, bæði í skóginum og umhverfinu,“ segir Ólafur Jónsson hjá Ferðaþjónustunni á Hólum.
 Á Hólum er það kannski tvennt sem stendur upp úr eða Hvannasúpan og Hólableikjan. Fólk hefur fallið fyrir Hvannasúpunni en hvönnin er sótt niður í dalinn hjá Auðunnarstofu. Hólableikjan er fersk alla daga og kemur nýflökuð í hús á hverjum degi. Silungurinn er ræktaður á Hólum þannig að nærtækara getur það ekki verið að ná í hráefni í súpuna og fiskinn. Sveppir eru einnig í skóginum í miklu magni og ýmsar aðrar jurtir sem má nota í krydd og salat. Lambakjötið sem er í boði er síðan kryddað með jurtum tíndum úr skóginum og þykir það sérstakt á bragðið. „Hráefni úr héraði er liður í samstarfsverkefni veitinga-og framleiðsluaðila í Skagafirði. Þetta samstarfsverkefni gengur undir nafninu Matarkistan Skagafjörður. Við erum í raun með lífæð hráefnisöflunar í hendi okkar, það er mjög stutt að nálgast ferskar afurðir daglega,“ segir Ólafur. Það er margt að skoða á Hólum og umhverfið er afar fagurt. Tjaldstæði er inn í skóginum og þar ríkir ró og friður. Gönguleiðir eru af margvíslegum toga. Að ganga í Gvendarskál er vinsæl gönguleið og einnig ganga margir á Hólabyrðu sem gnæfir yfir staðinn.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga