Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Hótel Varmahlíð,gómsætir réttir úr Skagfirsku matarkistunni.
  Gómsætir réttir úr Skagfirsku matarkistunni.

Á Hótel Varmhlíð er veitingastaður þar sem hægt er að velja sér ýmislegt góðgæti af matseðli sem samanstendur af fjölbreyttum réttum úr Skagfisku matarkistunni. Á kvöldmatseðlinum er til dæmis að finna skagfirskar hrossalundir, Hólableikju, saltaðan þorskhnakka frá fyrirtækinu Fisk á Sauðárkróki, rækjur frá Dögun og skagfirskan mozzarellaost. Allt lambakjöt sem eldað er á staðnum kemur af lömbum sem ræktuð eru á Stóru Ökrum en þar býr hótelstjóri Hótels Varmahlíðar, Svanhildur Pálsdóttir ásamt eiginmanni sínum og börnum. Svanhildur segir það upplagt fyrir íslenska ferðamenn að koma við og borða skagfirkst en veitingastaðurinn er opin á milli klukkan 18 og 21. Einnig er hægt að koma við í hádeginu en þá er boðið upp á holla og létta rétti, ilmandi kaffi og kökur.

Hótel Varmahlíð er fjölskyldurekið 3ja stjörnu hótel. 19 herbergi eru í hótelinu af ýmsum stærðum og gerðum, allt frá eins manns herbergi upp í 5 manna fjölskylduherbergi. Sturta er i öllum herbergjum, sjónvarp, hárþurrka og sími. Nánari upplýsingar er að finna í síma 4538170 og á vefsíðunni www.hotelvarmahlid.is


Hotel Varmahlíð | 560 Varmahlíð
Tel.: +354 453 8170 | Fax: +354 453 8870 
info@hotelvarmahlid.is   www.hotelvarmahlid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga