Greinasafni: Veitingar
Strikið á Akureyri
Fagurt útsýni með máltíðinni
 

Veitingahúsið Strikið á Akureyri er á fimmtu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu. Útsýni frá staðnum er aldeilis frábært. Í eina átt sést kirkjan og brekkan, í aðra sést Eyjafjarðarsveit og fjallahringurinn og í þá þriðju sést Pollurinn og Vaðlaheiðin.

Salir striksins eru tveir og rúma 60 til 80 manns en því til viðbótar er pláss fyrir allt að 100 manns úti undir beru lofti.

Áhersla er lögð á fjölbreytileika í matargerð og er úrval rétta á matseðlinu. Í hádeginu alla daga vikunnar er boðið upp á rétt dagsins ásamt súpu.

Heba Finnsdóttir framleiðslumeistari og einn eiganda Striksins segir það ótrúlega upplifun á góðum sumardegi eða heitu og björtu sumarkvöldi að sitja úti og njóta góðra veitinga með hinu frábæra útsýni til allra átta, upp til fjalla og út til hafs. Yfirmatreiðslumaður Striksins, Róbert Hasler, hefur mótað þá matreiðslustefnu sem Strikið er frægt fyrir og hefur gert staðinn vinsælan. Létt og skemmtilegt andrúmsloft er aðalsmerki Striksins ásamt góðri þjónustu undir vandaðri stjórn Sesselju Reynisdóttur Barðdal, yfirþjóns Striksins. Sigurður Jóhannsson framreiðslumaður er eigandi ásamt Hebu en bæði lærðu þau fagið á Fiðlaranum forðum daga á þessum sama stað.

Skipagata 14 | 5.hæð | 602 Akureyri
Sími 462-7100 | www.strikid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga