Greinasafni: Veitingar
Höllinn Ólafsfirði
Bjart yfir Höllinni í Ólafsfirði
Höllin veitingahús í Ólafsfirði hefur stækkað með hverju árinu allt frá því hún var opnuð 1. nóvember 2005. Í fyrstu var Höllin sem er að Hafnargötu 16 eingöngu með „take away“ pizzur en í apríl 2006 var tekinn í notkun veitingasalur. Í framhaldinu buðum eigendurnir, þær Aðalbjörg Ólafsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir, upp á fjölbreyttan matseðill og staðurinn fékk einnig vínveitingaleyfi.

„Við keyptum húsnæðið sumarið 2007 og í desember bættist við annar salur,“ segja þær stöllur. „Nú erum við með tvo góða sali, annar tekur 40 manns í sæti en hinn 60 manns. Í báðum sölum eru flatskjáir, fullkomið hljóðkerfi og nettenging. Við reynum að vera með sem allra fjölbreyttastan matseðil og sjáum að þörfin fyrir veitingastað á borð við Höllina hefur greinilega verið fyrir hendi því að móttökurnar hafa verið mjög góðar. Fyrir utan matinn bjóðum við að sjálfsögðu líka upp á kaffi og kökur.“ Höllin er með veisluþjónustu og einnig er töluvert um afmæli fyrir börn á staðnum auk þess sem fólk fær veitingarnar heim. „Við tókum að okkur skólamáltíðir fyrir grunnskólann hér í bænum sl. vetur og munu halda því áfram á vetri komanda. Það er því augljóst að það eru sóknarfæri í veitingarekstrinum í Ólafsfirði. Höllin er opin frá kl. 11:30-22 virka daga en til kl. 02 föstudaga og laugardaga. Heimasíðan er http://trollakot.is/


Opið er frá kl. 11:30-22 alla virka daga
 Um helgar er opið fyrir matsölu til kl. 22 en barinn til kl. 02.
Sími utan opnunartíma:  Bjarkey 847-4331
bjarkeyg@simnet.is  www.trollakot.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga