Greinasafni: Hótel og gisting
Ferðaþjónustuna Öngulsstöðum
Heimilslegt andrúmsloft í sveitasælunni
 

Aðeins 10 km frá Akureyri má finna Ferðaþjónustuna Öngulsstöðum í kyrrlátu og notalegu umhverfi. Þar er búið að breyta fjósi í fallega gistiaðstöðu með uppábúnum rúmum og baðherbergjum. Morgunverðahlaðborð er borið fram í hlýlegum sal sem áður var hlaða, þar sem m.a. er boðið upp á heimabakað góðgæti. Einnig er hægt að panta kvöldverð á staðnum og er lagt uppúr því að maturinn sé heimilislegur og hráefnið gott.
Í nágrenninu er að finna margskonar afþreyingu, hestaferðir og íslenskt dýralíf má finna á næsta bæ auk þess sem margar fínar og léttar gönguleiðir eru á svæðinu. Öngulsstaðir er kjörinn staður fyrir fólk sem vill vera í rólegheitum í sveitasælunni. Á staðnum er heitur pottur þar sem gestir geta hvílt sig eftir ferðalög dagsins og notið fallegs útsýnis yfir Eyjafjörð. Tekið er á móti gestum allan ársins hring. Yfir vetrartímann er góður fundarsalur staðarins vel nýttur og fyrir jólin er svo boðið upp á jólahlaðborð að danskri fyrirmynd þar sem allur matur er búinn til á staðnum. 
Ferðaþjónustan Öngulsstöðum 
601 Akureyri 
www.ongulsstadir.is hrefna@ongulsstadir.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga