Hvalaskoðun með Gentle Giants
 
Steypireið á fallegum degi – stærsta dýr jarðarinnar – hjartað á stærð við Wolkswagon Bjöllu.

Reynsluboltarnir á Húsavík
Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík er fjölskyldufyrirtæki sem siglir með ferðamenn út á Skjálfandaflóa í ýmis konar ferðir, áætlunarferðir og sérsniðar ferðir fyrir stóra og smáa hópa. „Það er mikil og sterk hefð fyrir sjósókn á Skjálfandaflóa í minni fjölskyldu og nær sú hefð 150 ár aftur í tímann, allt í beinan karlegg. Hefðin spannar útgerð og sjósókn forfeðranna frá Flatey, Flateyjardal, Náttfaravíkum og Húsavík. Þekkingu á svæðinu hefur verið miðlað milli kynslóða og skapar þessi reynsla mikið öryggi,“ segir Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri og markaðsstjóri fyrirtækisins.

Boðið er upp á hefðbundnar hvalaskoðunarferðir, sjóstangaveiðiferðir og fuglaskoðunarferðir, þar sem lundinn spilar stórt hlutverk. „Jafnframt höfum við verið að þróa gönguferðir sem eru „kryddaðar“ með bátsferð og landtöku. Einnig höfum við farið í margar sérferðir t.d. með starfsmannahópa og aðra hópa sem vilja breyta til og njóta okkar einstöku náttúru við flóann, jafnvel með grilli og öðru skemmtilegu. Kvikmyndatökufólk hefur aukin áhuga á okkar þjónustu sem og ljósmyndarar,“ segir Stefán.
Skipstjórinn og eigandinn Stefán Guðmundsson 
– fer yfir öryggismálin um borð í Aþenu; einn af bátum fyrirtækisins.

Besta hvalaskoðunars
væðið við Ísland.


Stefán segir það nánast undantekningu ef einhvers konar hvalir sjáist ekki í ferðunum. „Svo skemmtilega vill til að í fyrstu formlegu siglingunni okkar 1. maí í vor sást fyrsti hnúfubakur sumarsins. Frá þeim tíma hefur þeim fjölgað ásamt öðrum hvölum eins og hrefnum, höfrungum og hnísum. Steypireyðar hafa gert vart við sig þegar kemur fram í júní ár hvert,“ segir Stefán.

Sú nýjung er á döfinni í sumar að bjóða fólki að fara í fullan róður með íslenskum sjómönnum. Lögð er áhersla á að miðla menningunni við sjóinn og skipstjórar Gentle Giants eru þar á heimavelli með sína fiskveiðireynslu og þekkingu á miðunum.

Stefán vonast til að sjá sem flesta Íslendinga á ferðinni í sumar. Siglt verður fram á haust. Brottfarir eru sjö til níu á dag þegar mest er að gera. Fyrirtækið er með 4 báta og á milli 15 til 20 manns í vinnu þegar mest er.

www.gentlegiants.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga