Greinasafni: Hótel og gisting
Heiðarbær í Reykjahverfi
 
Heiðarbær í Reykjahverfi
Þegar menn leggja upp í ferð um landið vill brenna við að farnar séu langar dagleiðir og lítið gert af því að stoppa á skemmtilegum stöðum. Heiðarbær í Reykjahverfi er vel í sveit settur, 86 km frá Akureyri og 20 km frá Húsavík svo ekki er úr vegi að nema þar staðar. Þaðan er stutt að Goðafossi, í Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og að Laxá í Aðaldal.

Á Heiðarbæ má fá mat samkvæmt matseðli, léttvín, kaffi og meðlæti. Þar er hægt að gista í uppbúnum rúmum og í svefnpokaplássi. Tjaldstæði stendur líka til boða með salernisaðstöðu í Heiðarbæ. Við Heiðarbæ er svæði fyrir tjaldvagna og húsbíla og góð hreinlætisaðstaða. Og svo er sundlaugin í Heiðarbæ með tveimur heitum pottum og góðri sólbaðsaðstöðu.

Ýmiss konar dægradvöl er í nágrenni við Heiðarbæ; hestaleiga að Saltvík sem er skammt undan og hvalaskoðunarferðir eru farnar frá Húsavík og þar eru söfn og áhugaverðir skoðunarstaðir.

Hentugt er að gista að Heiðarbæ í tengslum við Mærudaga á Húsavík sem eru síðustu helgina í júlí og dagana þar á undan.

Mannlíf í sveitinni nefnist ljósmyndasýning Atla Vigfússonar sem verður í Heiðarbæ fram eftir sumri. Á sýningunni eru rúmlega 40 myndir og er meginþemað fólk og fénaður í þingeyskum sveitum. Þetta er fyrsta einkasýning Atla sem hefur tekið þátt í samsýningu áhugaljósmyndara í Safnahúsinu á Húsavík og samsýningum fréttaritara Morgunblaðsins.
 
www.heidarbaer.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga