Greinasafni: Austurland einnig undir: Ferðaþjónusta
Austfjarðaleið Hópferðir hvert á land sem er
Hópferðir hvert á land sem er.

-Austfjarðaleið hefur starfað í 47 ár og ekið um erfiðustu fjallvegi landsins

Austfjarðarleið á sér ekki einungis langa sögu heldur er sagan af mörgum ástæðum merkileg. Fyrirtækið hefur aldrei lent í því að slys verði á ferðum þess og af því eru forsvarsmenn Austfjarðarleiðar mjög stoltir. Hlífar Þorsteinsson hjá Austfjarðaleið segir að fyrirtækið leggi metnað í að slys verði ekki. „Við leggjum okkur fram um að útbúa bílana vel, skoða vel þær leiðir sem við erum að fara og gefa okkur tíma til að keyra þær,“ segir Hlífar. Austfjarðarleið er eitt elsta rútufyrirtæki landsins og rekur sögu sína aftur til þess þegar Kaupfélag Héraðsbúa fór að flytja vörur og fólk eftir að vegir voru lagðir á Austurlandi.

 
Alltaf með sömu kennitölu

Á tímum þar sem fyrirtæki eru alltaf að skipta um kennitölu eru forsvarsmenn Austfjaðaleiðar ákaflega stoltir af því að hafa ávallt verið með sömu kennitöluna. Austfjarðarleið starfar allt árið og hefur frá upphafi haldið uppi áætlunarferðum um Austurland. Hlífar segir misjafnt eftir tímabilum hversu stórt svæði það spanni en á vissum tímum spanni það svæðið frá Akureyri suður í Hornafjörð. „Eitt af því sem við höfum lagt ríka áherslu á er að henda ekki bara einhverjum öryggisbeltum í bílana, heldur höfum við keypt sæti með viðurkenndum þriggja punkta öryggisbeltum. Þegar horft er á mengunarþáttinn, þá höfum við lagt metnað okkar í að kaupa mengunarminnstu bíla sem völ er á hverju sinni,“ segir Hlífar.

Réttu dekkin

Austurfjarðaleið velur dekkin á bílana af kostgæfni. „Við veljum rétt dekk miðað við aðstæður. Dekk menga, en menga minna ef þau eru valin rétt. Við reynum að keyra lítið á nagladekkjum en vera heldur á loftbóludekkjum eða míkróskornum dekkjum, þannig að ekki sé verið að tæta upp malbikið og auka á svifrykið. Engu að síður tryggjum við að munstrið sé gott og þar með grip við veginn,“ segir Hlífar.

 
Áætlunarferðir Austfjarðaleiðar eru nokkuð þéttar og hægt að nýta þjónustu þeirra nánast hvert sem er á firðina á miðausturlandi. Fastar ferðir eru á milli Norðfjarðar og Egilsstaða og er þá ekið í gegnum Eskifjörð og Reyðarfjörð. Einnig er áætlun milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða. Vi ð k omu - staðir frá Breiðdalsvík eru Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður og Reyðarfjörður.
 
Hópferðir

Austfjarðaleið er ekki einungis í áætlanaferðum heldur er einnig í talsvert miklum akstri fyrir Alcoa sem á og rekur álverið í Reyðarfirði. „Síðan erum við með hópferðir hvert á land sem er og jafnvel til Evrópu. Uppistaðan er þá viðskipti við ferðaskrifstofur, íþróttafélög, félög eldri borgara og hin ýmsu starfsmannafélög,“ segir Hlífar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga