Greinasafni: Austurland einnig undir: FerðaþjónustaVeitingar
Hreindýr og Hákonarstofa
prýði Skjöldólfsstaða

Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal er rekin fjölþætt þjónusta við ferðamenn og veiðimenn auk þess sem góð aðstaða er fyrir alls konar veislur á staðnum s.s. ættarmót og fermingarveislur og rúmar hátíðarsalurinn allt að 120 manns í sæti. Gott eldhús er á staðnum þaðan sem starfrækt er veitingasala fyrir gesti og þjónusta við veislur. Þar er
gistirými fyrir tæplega 40 manns, bæði í uppábúnum rúmum og svefnpokagistingu og einnig er þar rúmgott tjaldstæði. Þá er að finna þar litla sundlaug, heitan pott og fyrsta flokks baðaðstöðu þar sem fólk getur slakað á eftir daginn.

Meginþema staðarins eru hreindýrin og mynda þau umgjörðina Á hreindýraslóðum. Töluvert er um að hreindýraveiðimenn nýti Skjöldólfsstaði sem gististað á veiðitímabilinu en stutt er þaðan á veiðisvæðin. Upplýsingar og sögur af hreindýrum má finna á veggspjöldum og prýða myndir, skinn og uppstoppaðir hreindýrshausar veggi staðarins. Gestum er þannig veitt innsýn í heim þessara mögnuðu dýra sem flutt voru hingað til lands á seinni hluta 18. aldar og lifðu hvergi af nema á Austurlandi.

Í byrjun júní var Hákonarstofa vígð á Skjöldólfstöðum til minningar um Hákon Aðalsteinsson skáld, hagyrðing, hreindýraleiðsögumann og skógarbónda. Í sumar er stefnt að því að halda a.m.k. þrjú vísnaog sagnakvöld í nýju stofunni. Þá verður kveikt upp í eldstæði, hagyrðingar fengnir í heimsókn, sagðar sögur og sungnar vísur.

Hið hefðbundna Skjölólfsstaðaball hefur verið haldið á staðnum síðastliðin ár við miklar vinsældir og er engin breyting þar á í ár. Í ár verður það haldið laugadaginn 5.september og mun Geirmundur Valtýsson sjá um fjörið.

Hreindýr voru flutt til Íslands á árunum 1771 – 87 frá Finnmörku í Noregi. Þau voru sett á land í Vestmannaeyjum, á Suður- og Suðvesturlandi, á Norðausturlandi og á Austurlandi. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, dóu allir út. Talið er að harðir vetur, hagleysa og ofbeit í vetrarhögum hafi ráðið þar mestu um. Hins vegar dafnaði sá hópur sem fluttur var til Vopnafjarðar árið 1787 og halda þau nú til á hálendinu norðan og norðaustan við Vatnajökul og á Austfjörðum.

Frekari upplýsingar um þjónustu og viðburði hreindýrasetursins má finna á heimasíðunni www.ahreindyraslodum.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga