Greinasafni: Austurland einnig undir: Hótel og gisting
Hallormsstaður .Gistiheimilið Grái hundurinn
Önnur veröld í Hallormsstað.  
Gistiheimilið Grái hundurinn


Það eru engar ýkjur að Hallormsstaður er einn veðursælasti staður landsins. Enda verður fólki oft á orði að það sé eins og að koma í aðra veröld að koma í Hallormsstað. Auk þess hefur staðurinn alltaf átt sérstakan stað í hjörtum Íslendinga.

Hjónin Þurý Bára Birgisdóttir og Þráinn Lárusson eiga og reka þrjá gististaði í Hallormsstað, gistiheimilið Gráa hundinn, Hótel Hallormsstað og Sumarhótel Hússtjórnarskólans. “Þetta byrjaði allt með Gráa hundinum. Árið 2005 keyptum við stórt hús á Hallormsstað og ákváðum að breyta neðri hæð hússins í sex herberja gistiheimili. Síðan gerðist það að þáverandi rekstraraðilar Sumarhótels Hússtjórnarskólans ákváðu að hætta rekstri og við tókum hann yfir sumarið 2006. Síðan byggðum við 4 smáhýsi árið 2007 og hafa þau notið mikilla vinsælda. Nýjasta viðbótin er síðan Hótel Hallormsstaður sem er með 35 herbergi. Veturinn 2007 keyptum við upp hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Hallormi, sem er eignaraðili að herbergjaálmu hótelsins. Nú í sumar er hótelið rekið í svipaðri mynd og verið hefur, það er að segja að við leigjum veitingasal grunnskólans. Hins vegar erum við að byggja við hótelálmuna móttöku og fullkominn veitingsal. Frá og með haustinu verðum við sem sagt komin með hótel sem hægt er að hafa opið allan ársins hring. Það má svo bæta því við að nýi veitingastaðurinn verður með frábæru útsýni yfir Lagarfljót“ segir Þurý Bára.

Fjöldi afþreyingarmöguleika eru á staðnum, hægt að leigja hesta, reiðhjól og báta ásamt því að njóta þeirra fjölda göngustíga sem liggja um skóginn eða bara sleikja sólina í sundlauginni.

Þurý Bára hvetur fólk til að skoða heimsíðuna þeirra www.hotel701.is Í sumar verða reglulega kynningartilboð á gistingu í Hótel Hallormsstað.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga