Greinasafni: Austurland einnig undir: Veitingar
Kaffihúsið á Eskifirði
Gisting og góðar veitingar
Í Kaffihúsinu á Eskifirði er góð gistiaðstaða. Þar eru 6 tveggja manna herbergi og fimm eins manns. Hægt er að fá aukarúm í tveggja manna herbergin. Kaffihúsið býður einnig upp á veitingar. Í boði er ýmis konar góðgæti eins og grillmatur og pizzur, kaffi og kökur. Einnig er hægt að panta veislur og hópar geta pantað sérrétti að eigin ósk. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og vel er tekið á móti börnum. Brauðin og kökurnar eru heimabakaðar. Um helgar eru borðin dekkuð upp og reynt að skapa rómantískt andrúmsloft.
Vel útbúinn veitingasalur fyrir einstaklinga eða hópa.
Þegar veðrið er gott er hægt að sitja úti í garðinum við húsið og þar eru hitarar.

Þeir sem gista í Kaffihúsinu geta heimsótt marga merka staði, eins og Helgustaðanámur, eða skreppa til Vaðlavíkur þar sem silfurberg hefur fundist. Einnig er hægt að heimsæka Móeyri þar sem hægt er að leigja báta og fara í sjóstangaveiði. Steinasafnið á Eskifirði er merkilegt og sjómannasafnið. Gönguleiðir eru margar í nágrenninu.

Tveggja manna herbergin á Kaffihúsinu á Eskifirði kosta 7.000 kr. nóttin yfir sumartímann og 5.000 kr. eins manns herbergin. Morgunverður kostar 1.200 kr.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga