Greinasafni: Hestar
Kynnist hestum og sveitalífi í Austvaðsholti
Ýmsir hafa gaman af að koma á sveitabæ og kynnast lífinu þar, fylgjast með árstíðabundnum störfum, bregða sér á hestbak og fara í stuttar ferðir eða langar. Allt þetta er í boði hjá Hekluhestum að Austvaðsholti. Bærinn er skammt frá Hellu, reyndar vestan Rangár, já og skammt frá ýmsum skemmtilegum ferðamannastöðum sunnanlands.

Þau Jón Benediktsson og Nicole Chéné að Austvaðsholti fóru í hestaferð inn á hálendið árið 1981. Þau urðu svo hrifin að þau ákváðu að gera eitthvað í málunum og enduðu með að stofna Hekluhesta. Síðan þá hafa margar hestaferðir verið farnar frá Austvaðsholti, fyrst undir leiðsögn Jóns en í seinni tíð hefur dóttirin Anita tekið að sér leiðsögnina, enda þaulvön eftir að hafa fylgt foreldrum sínum í áraraðir.

Í boði eru sex og átta daga langar ferðir til Landmannalauga og um Fjallabak. Ekki er úr vegi að hafa samband við þau í Auðsvaðsholti og sjá hvort hægt sé að bregða sér með í einhverja ferðina. Fólk er ósvikið af því að kynnast náttúrunni af hestbaki undir leiðsögn Anitu og munið að ekki þarf að hafa áhyggjur af farangri eða öðrum útbúnaði. Allt slíkt er flutt með hópnum á fjórhjóldrifs bílum.
 
www.hekluhestar.is sími 4876598 og 8479123

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga