Greinasafni: Ferðaþjónusta einnig undir: Hótel og gistingVeitingar
Hótel Fljótshlíð - Smáratún
Hlíðin er fögur
Hótel Fljótshlíð er notalegt sveitahótel í miðri Fljótshlíðinni nánar tiltekið að Smáratúni í Fljótshlíð. Að Smáratúni hefur verið rekin ferðaþjónusta frá árinu 1986 en þá var boðið uppá gistingu í svefnpokaplássum og uppábúnum rúmum í gistiheimili á sérhæð í bænum. Þjónustan og gistimöguleikarnir hafa aukist ár frá ári. Nýjasta viðbótin er Hótel Fljótshlíð en þar eru 14 tveggja manna herbergi með baði og tveir glæsilegir veitingasalir þar sem hægt er að halda fundi og ráðstefnur og fá veislumáltíðir. Rík áhersla er lögð á persónulega og góða þjónustu þannig að dvöl gesta geti verið sem allra ánægjulegust.
Smáratún er aðili að samvinnuverkefninu Beint frá býli og því er hægt að kaupa ýmsar afurðir búsins sem líka eru nýttar til matargerðar og framreiddar í veitingasal. Smáratún hefur líka metnaðarfulla umhverfisstefnu og þar er reynt að lágmarka áhrif reksturs fyrirtækisins á umhverfið.
Hestaleiga er starfrækt í Smáratúni yfir sumarmánuðina þannig að gestir geta farið í styttri reiðtúra um nágrennið undir leiðsögn. Einnig er boðið upp á lengri hestarferðir undir leiðsögn og þar er vert að nefna sérstaklega 3ja daga Njáluferð á hesti sem hefur verið útfærð með aðstoð sagnfræðings.

Fljótshlíðin er rómuð fyrir náttúrufegurð. Yndislegt er að dveja í Hlíðinni fögru í rólegu og afslöppuðu umhverfi og njóta lífsins á þeim slóðum sem Gunnar ákvað, forðum daga, að fara hvergi.

www.smaratun.is
smaratun@simnet.is
Sími/Tel: +354 487 8471 & +354 487 1416

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga