Greinasafni: List
Listasafn Árnesinga

ANDANS KONUR

Sumarsýning Listasafns Árnesinga verður ANDANS KONUR, Nína-Gerður-Skálholt en viðfangsefni sýningarinnar er í hnotskurn þetta:
 

Nína Tryggvadóttir (1913- 1968) og Gerður Helgadóttir (1928-1975) voru meðal frumkvöðla í íslenskri abstraktlist á 20. öld, Nína á sviði málaralistar og Gerður í höggmyndalist. Þær bjuggu báðar í París á sjötta áratugnum og tóku virkan þátt í hræringum nútímalistar á meginlandinu. 

Þessar öflugu og metnaðarfullu listakonur mættust í Skálholtskirkju og útgangspunktur sýningarinnar er fundur þeirra í Skálholti, á sviði gler- og mósaíklistar. Á sýningunni verður ennfremur til sýnis verk sem þær unnu er þær voru búsettar í París, til skýringar á ferli þeirra og viðfangsefnum á þessum mótandi tíma fyrir Skálholt. Að lokum er efnið víkkað út með því að sýna verk eftir þær sem tengjast andlegri leit og þroska. Sýningin verður opnuð sunnudaginn 5. Júlí og mun standa til 27. September. Listasafn Árnesinga er opið alla daganna kl. 12 – 18. Sjá nánar á www.listasafnarnesinga.is (upplýsingar um Andans konur fer ekki inn á heimasíðuna fyrr en við opnun) Almennar upplýsingar um safnið - frá því í fyrra eiga enn við.Á veturna er safnið opið fimmtudaga – sunnudaga á sama tíma.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga