Greinasafni: Veitingar
Rauða húsið - Spennandi sjávarréttir

Við hliðina á kirkjunni á Eyrarbakka stendur húsið Mikli Garður sem hýsir hið vinsæla veitingahús Rauða húsið sem kennt er við Eyrarbakka. Rauða húsið, Búðarstíg 4, er alhliða veitingahús sem leggur áherslu á alls konar sjávarrétti og var opnað árið 2001. Pétur Andrésson rekur veitingahúsið. 

„Við tökum á móti gestum allan ársins hring,“ segir Pétur. Á sumrin, frá því í maí og fram til 15. september er opið frá klukkan 11.30 og framúr. Á veturna er opið virka daga frá kl. 17 en frá 11.30 á morgnana um helgar. Rauða húsið getur tekið 180 til 200 manns í sæti og hefur frá upphafi verið vinsæll staður jafnt fyrir litla hópa sem stóra. 

Matseðill Rauða hússins er fjölbreyttur, bæði a la carte og einnig sérstakur hópamatseðill. Gestir sem hafa áhuga á sjávarréttum geta verið vissir um að fá það sem þeir eru að leita að í Rauða húsinu og að sjálfsögðu er líka hægt að uppfylla allar óskir stórra hópa sem heimsækja veitingastaðinn. Á heimasíðu hússins er hægt að kynna sér matseðilinn. 

www.raudahusid.is
. Sími 483 3330


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga