Sögulegur andi á Eyrarbakka
Eyrarbakki er vinalegt þorp við suðurströndina og var áður helsti verslunarstaður á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá því um aldamótin 1900. Gaman er að ganga um götur Eyrarbakka því sögulegur andi svífur yfir og brimið ber stórbrotna ströndina. Húsið á Eyrarbakka er eitt elsta hús landsins frá árinu 1765, þar er nú Byggðasafn Árnesinga. Á Sjóminjasafninu er teinæringurinn Farsæll merkastur gripa. Möguleiki er á gistingu í þorpinu, hvort heldur er í notalegum gistihúsum eða á skemmtilegu tjaldsvæði þar sem eru fjölbreytt leiktæki fyrir börn.
 
 
Á Eyrarbakka er frábært veitingahús, markaðsstemmning um helgar, listsýningar og verslun. Fuglafriðlandið við Eyrarbakka er tilvalið til fuglaskoðunar en það er varpstaður votlendisfugla og er á alþjóðlegum lista yfir mikilvæg votlendissvæði. 

Fréttir af viðburðum á Eyrarbakka eru heimasíðunni 
www.eyrarbakki.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga