Greinasafni: Austurland einnig undir: Hótel og gisting
Gistiheimilið Hafnarnes
Fagurt útsýni
 
 

Feikifagurt útsýni er af hólnum sem Gistiheimilið Hafnarnes í Hornafirði stendur á en það er í tveggja kílómetra fjarlægð frá Höfn. Hægt er að njóta útsýnis allan fjallahringinn með góðri sýn á jökla og út í Öræfi. Mikið fuglalíf er á staðnum, bæði á vorin og haustin.

Í Gistiheimilinu eru 8 herbergi, 2 baðherbergi, 2 setustofur, með sjónvarpi í annarri. Fullbúið eldhús er á staðnum og því geta gestir eldað sér sjálfir. Hægt er að fá morgunmat á staðnum. Tveggja manna h e r b e r g i með morgumat kostar kr.11.600, en það er líka hægt að fá eins manns og þriggja manna herbergi.

Þeir sem dvelja á Hafnarnesi geta gert margt áhugavert, eins og til dæmis að fara og skoða seli, hreindýr og siðan er Jöklasafnið ekki langt frá. Þá er golfvöllur skammt frá.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga