Greinasafni: Hótel og gisting
Lækjarhús í Suðursveit
Sofnað við lækjarnið.
 
Gistiheimilið Lækjarhús í Suðursveit

Gistiheimilið Lækjarhús er í eins kílómetra fjarlægð frá þjóðvegi númer eitt og því nær skarkali frá umferð ekki til staðarins. Í Lækjarhúsum er rekið sauðfjárbú en einnig eru þar fáeinar kýr, hestar, hænur og endur sem gestum er velkomið að skoða.

Lækjarhús býður upp á gistingu í einu húsi þar sem eru 3 tveggja manna herbergi og 1 eins manns herbergi. Eldhús og bað er sameiginlegt. Morgunverður og kvöldverður er í boði. Margar merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, hvort sem er um Borgarhafnarfjöll eða önnur fjöll og dali í Suðursveit. Örstutt er í svarta fjöruna og er það notaleg kvöldganga. Bæjarlækurinn er í 30-50 metra fjarlægð frá húsunum og það finnst mörgum mjög notalegt að sofna við lækjarniðinn.

Frá Lækjarhúsum er 6 km akstur að veginum F985 sem liggur að Skálafellsjökli þar sem boðið er uppá bæði jeppa-og snjósleðaferðir á Vatnajökul. Að Jökulsárlóni eru 26 km þar sem hægt er að fara í siglingu. Að Þórbergssetri eru 10 km en það er fallegt safn um verk og ævi Þórbergs Þórðasonar rithöfundar frá Hala.

Nánari upplýsingar eru í síma 4871517 og á www.laekjarhus.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga