Greinasafni: Hótel og gisting
Tjaldsvæðið Kleifar við Geirlandsveg,
Kleifar eru skemmtilegt tjaldsvæði

 
Tjaldsvæðið Kleifar við Geirlandsveg
Það er skemmtilegt að koma á Tjaldsvæðið Kleifar við Geirlandsveg, aðeins tvo og hálfan kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Þarna er fallegur foss, Stjórnarfoss, sem baða má sig í á góðviðrisdögum.

Tjaldsvæðið er ekki stórt, en Guðrún Sigurðardóttir segir að alltaf sé nóg pláss og fyllist svæðið sjálft opni hún bara túnið sitt fyrir gestum. Fólk getur að sjálfsögðu komið á tjaldsvæðið þótt það sé með tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla eða húsvagna. Reyndar er þar ekki rafmagn en þar eru salerni og rennandi kalt vatn. Næturgisting kostar 750 kr. á mann, 350 kr. fyrir eldriborgara og ekkert fyrir börn yngri en 13 ára.

Þeir sem vilja hafa eitthvað fyrir stafni geta sparkað bolta á fótboltavellinum sem er þarna nærri eða brugðið sér að Kirkjubæjarklaustri í innkaupaferð, á veitingastaði eða í sundlaugina. Margir athyglisverðir staðir eru í nágrenninu og skemmtilegar gönguleiðir. Nefna má Kirkjugólfið rétt austan Kirkjubæjarklausturs, brimsorfinn stuðlabergsflöt. Þrátt Kleifar eru skemmtilegt tjaldsvæði Skaftárhreppur Blómleg byggð skreytt ís og eldum fyrir nafnið hefur þarna aldrei verið kirkja. Kapellan á Klaustri er skoðunarverð. Hún var reist í minningu Jóns Steingrímssonar eldprests sem með eldmessu sinni er sagður hafa stöðvað hraunflauminn úr Lakagígum árið 1783.

Netfang: gudruns68@simnet.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga