Greinasafni: Hótel og gisting
Skaftárhreppur
Blómleg byggð skreytt ís og eldum.

Skaftárhreppur er að flatarmáli næst stærsta Staðsetning sveitarfélagsinssveitarfélag landsins, eitthvað yfir 7000 ferkílómetrar að stærð. Innan sveitarfélagsins eru nokkrar stórbrotnustu náttúrurperlur landsins. Þekktastar eru líklega Lagagígar en þeir urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðinni á sögulegum tímum og einu frægasta gosi á Íslandi fyrr og síðar, Skaftáreldum árið 1783. Í Skaftárhreppi er líka hinn fagri Langisjór og Eldgjáin. Sönghellir er í hreppnum, ásamt Systrastapa, Kirkjugólfi, Fagrafossi, Dverghamri, Fjaðrárgljúfri, Núpsstaðaskógi og Meðallandsfjöru svo eitthvað sé nefnt. Það má því segja að í sveitarfélaginu séu í boði allar tegundir af landslagi, blómleg byggð, beljandi jökulfljót, fjöll og sandar, gróðurlausar auðnir, eldgígar, jöklar og hraunið með öllum sínum litbrigðum.

Vaxtarbroddurinn í hreppnum er í ferðaþjónustu. Mörg hótel og gististaðir hafa risið að undanförnu. Ný sundlaug er á Kirkjubæjarklaustri og margar góðar göngu- og reiðleiðir og akstursleiðir eru inn á hálendið. Menningarlífið er blómlegt, m.a. eru hinir árlegu Kammertónleikar aðra helgina í ágúst. Bjarni Daníelsson sveitastjóri segir að það ríki mikill friður í náttúrunni á svæðinu og að þögnin hafi sérstakan hljóm.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga