Greinasafni: Hótel og gisting
Saga Skaftárelda - Hótel Geirland sem er um þrjá kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri
Hótel Geirland

Saga Skaftárelda

Hótel Geirland sem er um þrjá kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri er vel búið sveitahótel með góðu veitingahúsi. Umhverfið er sannarlega fagurt og náttúrufegurðin ótakmörkuð. Veðursæld er mikil á svæðinu. ?Gestir okkar geta farið í göngur hvert sem er um nágrennið, skoðunarferðir upp um fjöll og firnindi, heimsótt Vatnajökulsþjóðgarð, Jökulsárlón, farið í traktorsferðir á Ingólfshöfða og í jöklaferðir á Mýrdalsjökul. Og svo er alltaf vinsælt að fara upp á Systrastapa. Við fætur okkar liggur svo saga Skaftárelda, nunnuklaustursins á Kirkjubæjarklaustri og fleiri merkra staða. Við veitum upplýsingar um þetta allt eftir bestu getu, segir Erla Ívarsdóttir sem rekur Hótel Geirland ásamt manni sínum Gísla Kjartanssyni.

Hótel Geirland rúmar 65 manns í þrjátíu og tveimur herbergjum og er opið allt árið. Sum herberjanna eru með sjónvarpi, 28 með sérbaðherbergi og öll eru herbergin með kaffibakka, þannig að fólk getur hitað sér kaffisopa á herberginu. Þetta er samt sveitabýli. Við erum sauðfjárbændur og ræktum hross og gestir okkar geta fylgst með okkur við búverkin, segir Erla.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga