Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Hótel Hekla

Villibráð og golf

„Það nýjasta hjá okkur er áherslan á golfferðir. Það eru mjög góðir golfvellir í kringum okkur og maðurinn minn, Jón Þorsteinn Hjartarson, tekur að sér að kenna gestum okkar golf,“ segir Sigrún Hauksdóttir hótelstýra á Hótel Heklu.
 

Eldhúsið á Hótel Heklu er frægt fyrir góðan mat. Villibráðakvöldin á haustin, frá miðjum nóvember fram í desember, hafa slegið í gegn en þar er ekki boðið upp á hlaðborð heldur er diskaþjónusta þar sem gesturinn fær hvern rétt fyrir sig á borðið og enginn þarf að standa í biðröð. „Við leggjum bara hvert listaverkið á fætur öðru fyrir framan þig,“ segir Sigrún. Reyndar er hægt að fá villibráð allt árið og er bráðin veidd á túnunum í kring. Auk villibráðarinnar er boðið upp á ótal spennandi rétti úr fiski og íslenska fjallalambið er alltaf á boðstólnum. Eftir matinn er síðan hægt að láta fara vel um sig við arineld í koníaksstofunni. 

„Víðáttan hér hjá okkur er yndisleg, fjallahringurinn fagur og veðursældin mikil. Við erum komin með stóran hóp af traustum viðskiptavinum sem bæði sækja í fundaaðstöðuna hér og matinn og kyrrðina. Herbergin eru líka góð með sjónvarpi og baði en ég vil ekki hafa síma. Fólk á að koma hingað til að slappa af og helst slökkva á farsímunum,“segir Sigrún.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga