Taldstæðið á Kirkjubæ 11
Heillandi umhverfi

Tjaldstæðið á Kirkjubæ 11 er inni í þorpinu á Kirkjubæjarklaustri. Það er beygt til hægri rétt eftir að komið er inn í þorpið. Öll þjónusta er í göngufæri: Sundlaugin, líkamsræktarsalurinn, verslunin, sýningin um Skaftárelda, kaffihúsið, hótelið, handverksbúðin, sjoppan, bankinn, upplýsingamiðstöðin og fleira. Á Kirkjubæjarklaustri er einnig heilsugæsla og læknir.

Frá tjaldstæðinu er hægt að fara í margar dagsferðir. Gaman er að skoða Lakasvæðið, Eldgjá, Núpsstaðaskóg, Álftaversafrétt og síðast en ekki síst eru fjörurnar við ströndina mjög sérkennilegar og skemmtilegar. Gönguleiðir eru allt í kringum þorpið. Stutt gönguleið er vestur að Systrastapa og Eldmessutanga. Ástarbrautin er mjög falleg gönguleið sem liggur um heiðina fyrir ofan tjaldstæðið.

Tjaldstæðið er mjög vel búið. Mörg salerni eru á svæðinu og nokkrar sturtur. Það er rafmagn fyrir þá sem það vilja og góð aðstaða fyrir húsbíla. Þvottavél og þurkkari er á staðnum og sérstakt salerni og sturta er fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og matsalur er fyrir hendi. Hundar eru leyðir á svæðinu en gæta þarf þess að þeir ónáði ekki aðra gesti.
Tjaldsvæðið á Kirkjubæ 11

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga