Á milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands má finna eina af náttúruperlum landsins, Þakgil
 
Nálægðin við Mýrdalsjökul unaðsleg
Á milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands má finna eina af náttúruperlum landsins, Þakgil, sem staðsett er á Höfðabrekkuafrétti. Þar er náttúrufegurðin og nálægðin við jökulinn unaðsleg og veðursæld mikil. Beygt er við Höfðabrekku, 5 km austan við Vík en Þakgil er aðeins 14 km frá þjóðveginum.

Að Þakgili er að finna tjaldstæði, snyrtingu og sturtuaðstöðu en einnig eru til útleigu níu smáhýsi sem rúma fjóra gesti. Í hýsunum má finna góðar dýnur, klósett og eldhús með borðbúnaði og eldunaráhöldum. Matsalurinn á svæðinu er sérstakur að því leyti að hann er náttúrulegur hellir útbúinn borðum, bekkjum, kamínu og grilli. Þar geta gestir átt notalega stund með vinum og fjölskyldu.

Á svæðinu má finna fjölmargar fallegar gönguleiðir við allra hæfi og m.a. er fjallahringurinn fyrir ofan gilið afskaplega fallegur en þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Þakgil. Gönguleiðin inn að Mýrdalsjökli er einnig afar skemmtileg og þaðan má, á fallegum degi, sjá stórbrotna fegurð mestalls Suðausturundirlendis.

Þakgil 870 Vík Sími: 8934889 www.thakgil.is helga@thakgil.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga