Alltaf eitthvað að gerast í Gömlu Borg

Í Gömlu Borg í Grímsnesi er rekið kaffihús. „Vinsælt er að halda hér veislur og fundi sem og málverkasýningar og dansleiki,“ segir Lísa Thomsen framkvæmdastjóri. „Fólki líður mjög vel í Gömlu Borg enda er þetta hús með sál og það á sér langa og mikla sögu. Gamla Borg er kjörinn staður fyrir hópa sem ætla sér að fara í óvissuferðir, eða fyrir þá sem vilja halda upp á afmæli, bjóða til veislu eða eitthvað enn og annað,“ segir Lísa. 

Síðustu helgina í júní var dagskrá í minningu Tómasar Guðmundssonar, skálds frá Efri-Brú í Grímsnesi. Lísa tók þá m.a. á móti forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni og forsetafrúnni, Dorrit Moussaief og er hér á mynd með forsetahjónunum og barnabörnum sínum. 

Fjölbreytt dagskrá er ævinlega í Gömlu Borg. Þannig munu Söngvaskáld Suðurlands með Ómari Diðrikssyni og félögum skemmta þar 4. júlí kl. 14. Allir aldurshópar eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Síðan skemmta Hjördís Geirs og fleiri 11. júlí kl. 21. Einnig má geta þess að fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, kl. 22-22 er þar prjónakaffi og koma konur hvaðanæva að og prjóna af miklum krafti. 

Nánari upplýsingar um Gömlu Borg má fá á heimasíðunni www.gamlaborg.is eða síma 863-8814


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga