Greinasafni: Veitingar
Papa Cruz á Kaffi Krús

Papa Cruz á Kaffi Krús

Guðmundur Annar Árnason sem rekur Kaffi Krús á Selfossi og er oft kallaður Papa Cruz, tók við rekstrinum í janúar 2006. „Hér erum við alltaf að laga og breyta rekstrinum til batnaðar. Húsið er gamalt og fallegt og það tekur sinn tíma að aðlaga reksturinn að húsinu. En við erum alltaf að græja og gera og erum ánægð í dag,“ segir Guðmundur.
 

Nýr matseðill var tekinn í gagnið fyrir skömmu og hefur hann verið að þróast í country amerískan mat sem samanstendur af nautalundum, tortillum, nachos, harmborgurum, samlokum, salötum, pasta, súpum, grænmetisréttum o.fl. En auðvitað er líka hægt að fá íslenskan ferskan fisk alla daga. Heimlagaðar kökur eru eitt að aðalsmerkjum staðarins. Þá er lögð áhersla á gott kaffi. 

 
 
„Ég er í kántýsveitinni Klaufum og eftir upptökur í Nashville í Bandaríkjunum þá fengum við þá hugmynd að hver hljómsveitarmeðlimur fengi að velja einn rétt á matseðilinn hjá Kaffi Krús,“ segir Guðmundur. Hann segist líka leggja áherslu á að vera með góðan íslenskan bjór á boðstólnum og stefnt sé að því að hafa bjórhátíð. Pallurinn á Kaffi Krús er algjör paradís þegar sólin skín og þá geta gestir notið veitinga þar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga