Ríki Vatnajökuls - Stórbrotin náttúra, menning og matur bíður fólks sem heimsækir Ríki Vatnajökuls

Heimamarkaðsverslun hefur verið opnuð á Höfn í Hornafirði með afurðum úr Ríki Vatnajökuls sem koma beint frá framleiðendum af svæðinu. Hægt verður að versla ferskan fisk, kjöt beint frá bónda, kartöflur og lífrænt ræktað grænmeti. Heimamarkaðsverslunin er í Pakkhúsinu við höfnina og þar er einnig sjóminjasafn.

Jökulsárlónið er ein af stærstu perlum Íslands en er síbreytilegt frá degi til dags.


Ríki Vatnajökuls er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð-Austurlands. Áhrifasvæðið nær frá Lómagnúpi í vestri að Hvalnesi í austri, eða allt sveitafélagið Hornafjörður, svæðið sunnan Vatnajökuls, Lónsöræfi og Vatnajökulsþjóðgarður. Samstarf er við Djúpavog um verkefna- og vöruþróun og Ríki Vatnajökuls á aðild að Markaðsstofu Suðurlands.

Hugmyndin er að gera Ríki Vatnajökuls eitt af eftirsóknarverðustu svæðum til fjalla-og jöklaferða í norðurhluta Evrópu. Svæðið býr yfir mikilli sérstöðu með sín háu fjöll og Vatnajökul í öndvegi, sem er stærsti jökull í heimi utan heimsskautanna. Til að ná þessu markmiði var settur á laggirnar hópur sem samanstendur af reyndum fjallamönnum, sem nú þegar eru með starfsemi á svæðinu, landeigendum, sem eiga fjalllendi og eru í ferðaþjónustu, rannsóknaraðilum, skólum, opinberum aðilum og Vatnajökulsþjóðgarði.

Mikil framtíð í jöklagöngum

Erfitt að klóra sér í nefinu þegar haldið er á lambi

En hvers vegna er lögð svona mikil áhersla á fjallaferðir í Ríki Vatnajökuls? Forsvarsmenn segja að hægt sé að byggja upp jafn blómlegan iðnað í fjallaferðum og er í Alpalöndunum. Þeir segja að við Íslendingar búum yfir öllu sem þarf á að halda til að feta í fótspor Alpalandanna. Íslendingar séu auk þess að fara á fjöll í auknum mæli og fyrirséð aukning í framtíðinni. Jöklagöngur þykja spennandi og talið er að mikil framtíð sé í þeim. Slíkar göngur eru gríðarlega vinsælar t.d. í Nýja Sjálandi, Noregi, Kanada, Ölpunum og víðar. Og því skyldu þær ekki geta orðið vinsælar á Íslandi þar sem fínar aðstæður eru fyrir hendi.
Sérstaða þess svæðis sem Ríki Vatnajökuls nær yfir er án efa Vatnajökulsþjóðgarður, með jökulinn og skriðjöklana á láglendi nálægt þjóðvegi og byggð, hæstu fjöll landsins, stærsta og aðgengilegasta jökullónið og mikinn fjölda annarra lóna og skriðjökla. Hnappavallahamar er á svæðinu, og er vinsælasta klettaklifursvæði landsins. Fuglalíf er auk þess mikið og farfuglarnir sem koma til landsins koma fyrst til þessa svæðis.

Rósa Björk Halldórsdóttir   Framkvæmdarstjóri

Hráefni úr Ríki Vatnajökuls
Árið 2007 var stofnaður Matvælaklasinn í Ríki Vatnajökuls með það að markmiði að kynna og selja afurðir úr héraði. Markmiðið er einnig að bæta aðgengi að hráefni frá því svæði sem Ríki Vatnajökuls spannar og þróa og hanna matarminjagripi svo ferðamenn geti tekið þessa sælkeravöru með sér heim. Mikil vakning er nú á fullframleiðslu bænda á afurðum sínum til neytenda á Suð-Austurlandi sem og öllu landinu. Áhersla er lögð á að fullvinna afurðir úr hafi og haga.

Má þar nefna að Seljavellir eru komnir með leyfi til að selja nautakjöt beint frá býli. Í Ríki Vatnajökuls er eini andabóndinn á Íslandi og selur hann reyktar andabringur og heilar endur. Þessi bóndi er einnig að þróa framleiðslu á andafitu sem fer á almennan markað bráðlega. Einnig hafa nokkrir smábátaeigendur á Hornafirði verið að prufa sig áfram með að reykja makríl og þá hefur hinni Hornfirsku lúru verið komið í skemmtilegar pakkningar með tilvísan í sögu veiðanna. Humarinn er frægur á Höfn í Hornafirði og er hann í boði á þeim fjölbreyttu matsölustöðum sem á svæðinu eru.

Eyrarrósin nýtur sýn í Skaftafelli- Vatnajökulsþjóðgarði, stærsta þjóðgarði Evrópu

Eyrarrósin nýtur sýn í Skaftafelli- Vatnajökulsþjóðgarði, stærsta þjóðgarði Evrópu

Ný stórglæsileg sundlaug opnaði á Höfn í byrjun sumars

Blómstrandi menning er á svæðinu, skemmtilegir tónlistarviðburðir og fl. Einnig eru skemmtilegar sýningar á haustin og snemma á vorin sem Hornfirska skemmmtifélagið stendur fyrir.

Söguslóðasýningar voru opnaðar á Þorbergssetri í Suðursveit og á Löngubúð á

Djúpavogi í byrjun júní á þessu ári.
Það ætti því engin að láta framhjá sér fara að heimsækja Ríki Vatnajökuls. 
 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga