Í kyrrðinni við árbakkann
Gistihúsið á Egilsstöðum er óneitanlega eitt yndislegasta hótelið á Íslandi. Staðsett á bökkum Lagarfljóts, með yndislegum trjágarði, þar sem öldugjálfur og þytur í laufi leika sín náttúrutónverk og andrúmsloftið minnir á ævintýri um álfaheima.
Sjálft hótelið minnir á danskt herrasetur sem ætti ekki að koma á óvart þar sem húsið var byggt á þeim árum sem Íslendingar lutu Dönum. Elsti hluti hússins var byggður 1902-1903 og næstu hálfa öldina var unnið að því að stækka gistihúsið. Næstu áratugina var lítið sem ekkert gert fyrir húsið og smám saman lét þetta fallega hús verulega á sjá uns það var hreinlega komið í niðurníðslu.

Núverandi eigendur, Gunnlaugur og Hulda keyptu Gistihúsið árið 1997 og hafa allar götur síðan unnið að endurnýjun þess og er gaman að geta þess að gistihúsið var upphaflega stofnað af langalangafa Gunnlaugs. Endurnýjun gistihússins hefur verið unnin af vandvirkni og smekkvísi í hvívetna og i dag er það orðið að fallegu og rómantísku hóteli sem er vel staðsett miðsvæðis á Austurlandi. Það er kjörinn staður til að hreiðra um sig og keyra þaðan á daginn til að skoða Austurlandið frá fjalli til fjöru. Í gistiheimilinu eru átján rómantísk herbergi sem eru sérlega smekklega innréttuð. Þeim fylgir öllum baðherbergi, margrása sjónvarp, útvarp, kaffikanna og hárblásari. En fegurðin er ekki bara bundin við herbergin. Hún mætir gestum strax í móttökunni og er einnig að finna í setustofunni og veitingasalnum þar sem þjónustan er fyrsta flokks og enginn verður svikinn af matnum. Áherslan er á gæða hráefni og alþjóðlegri matargerð. En þótt gistihúsið sé tilvalið fyrir óforbetranlega rómantíkera og brúðkaup, er það einnig góður kostur fyrir viðskiptafundi, litlar ráðstefnur og hvers kyns veislur. Gistihúsið á Egilsstöðum er vel búið tækjum til funda- og ráðstefnuhalds fyrir allt að fimmtíu manns.
Sjálft hótelið minnir á danskt herrasetur sem ætti ekki að koma á óvart þar sem húsið var byggt á þeim árum sem Íslendingar lutu Dönum. Elsti hluti hússins var byggður 1902-1903 og næstu hálfa öldina var unnið að því að stækka gistihúsið.
www.egilsstadir.com" target="_blank">
www.egilsstadir.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga