Greinasafni: Austurland
Atlavík

Atlavík er frægur samkomustaður Austfirðinga og annarra á meðan hinar frægu Atlavíkurhátíðir voru.
Í dag er þetta rómantískt tjaldstæði þar sem göngustígar liggja til allra átta. Lagarfljótsormurinn
siglir útsýnisferðir þaðan og þar er rekin hestaleiga og bátaleiga. 

Atlavík kennd við Graut-Atla Þiðrandason sem að sögn landnámu "Nam hina eystri strönd Lagarfljóts allt á millum Giljár og Vallarnes fyrir vestan Uxalæk". Í Atlavík er tjaldstæði fyrir ferðamenn. Héraðsmenn héldu árið 1874 upp á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar í Atlavík. 

Atlavíkurhátíðir voru haldnar þar upp úr miðri síðustu öld, en þær lögðust af á síðasta tug aldarinnar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga