Greinasafni: Austurland
Dalatangi - Austast og yst í Mjóafirði


Leiðin út á Dalatanga er mjór slóði sem fikrar sig eftir Mjóafirði. Ekið er meðfram skriðum og hamrabrúnum, framhjá fossum og dalgilum og þegar Dalatangi birtist, er eins og að vera á eyju inn í landi.  Austar er ekki hægt að aka.  Við Dalatangavita opnast mikið útsýni til norðurs allt að Glettingi og inn í mynni Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar.

Vitarnir tveir sem standa á Dalatanga eiga sér merka sögu, sá eldri reistur að frumkvæði Ottos Wathne 1895, hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Yngri vitinn sem er enn í notkun byggður 1908.   Á Dalatanga er fallegt býli og tún býlisins liggja á sjávarbrúnum. Við bæjarhúsin er skrúðgarður og gróðurhús.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga