Greinasafni: Austurland einnig undir: Söfn
Múlastofa á Vopnafirði


Múlastofa er sýning um líf og list bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona sem fæddust á Vopnafirði. Faðir þeirra var verslunarstjóri á staðnum 1917-1924.

Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda og muna úr safni bræðranna. Einnig er hægt að hlusta á tónlist þeirra og horfa á myndefni, m.a. myndbönd úr safni Ríkisútvarpsins.

Björn G. Björnsson sýningarhönnuður hannaði sýninguna og fékk til liðs við sig sérvalinn hóp þekkingaraðila en verkefnið er yfirgripsmikið og fjölþætt. Sýningin var opnuð 9. ágúst 2008 með mikilli opnunarhátíð. Jónas Árnason hefði orðið 85 ára á því ári.
Múlastofa er lokuð yfir vetrartímann frá 20. ágúst. Hægt er að opna sérstaklega fyrir hópa með stuttum fyrirvara. Upplýsingar fást í upplýsingamiðstöðinni Kaupvangskaffi.

Aðgangseyrir: 700 kr.
Frítt fyrir 16 ára og yngri
Miðasala í Kaupvangskaffi

Múlastofa

Kaupvangi v/Hafnarbyggð
Sími: 473 1341
                      


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga