Greinasafni: Söfn
Minjasafn Austurlands

Minjasafn Austurlands

Á sýningum safnsins er hægt að skoða muni sem tengjast menningu, atvinnuháttum og daglegu lífi á Austurlandi frá upphafi landnáms til okkar daga.
Þann 7. maí 2006 opnaði ný grunnsýning á Minjasafninu. Sýningin nefnist „Sveitin og þorpið“ en í henni er reynt að varpa ljósi á gamla íslenska sveitasamfélagið en einnig er sjónum beint að samfélagsþróun á Austurlandi um miðbik 20. aldar. Á grunnsýningunni gefur einnig að líta gripi sem fundist hafa við fornleifauppgreftri á Austurlandi. Sumir þeirra eru álitnir vera um eða yfir 1000 ára gamlir. Þessir gripir eru fengnir að láni frá Þjóðminjasafni Íslands samkvæmt samstarfssamning þess við Minjasafn Austurlands og munu þeir verða til sýnis á Minjasafninu fram á næsta ár.

Á sérsýningum safnsins eru rannsóknum þess gerð skil. Sumarið 2000 var opnuð sýningin Mörk heiðni og kristni, sem sýnir afrakstur fornleifarannsókna safnsins að Geirsstöðum í Hróarstungu og á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði.
 
Á sumrin eru haldnir svokallaðir "þjóðháttardagar" einu sinni í viku. Á þeim er þjóðlegum arfi, s.s. handverki og verkhefðum gert hátt undir höfði. Gestum safnsins gefst þá færi á að reyna sig ýmis verk, t.d. ýsubeinaútskurð og útsaum. Dagskrá þjóháttadaganna er auglýst hvert sumar á heimasíðu safnsins.

Jóhannes Kjarval

Minjasafnið hefur og umsjón með Kjarvalshvammi í Hjaltastaðaþinghá, þar sem Kjarval bjó og málaði, og Geirsstöðum í Hróarstungu, þar sem getur að líta tilgátuhús; endurgerða kirkju frá upphafi kristni á Íslandi. Endurgerð kirkjunnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsóknar á samnefndum stað. Áhugasamir geta fengið upplýsingar um þessa staði, auk fundarstaðs Þórisárkumlsins, í afgreiðslu safnsins áður en lagt er í skoðunarferð um þá.

Safnið býður upp á virka safnfræðslu og er tekið vel á móti hópum á öllum skólastigum. Safnstjóri hefur unnið með leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum að margvíslegum verkefnum sem tengja saman aðalnámskrá skólanna og viðfangsefni á safninu.

Minjasafn Austurlands er lifandi, áhugavert og býður upp á mismunandi sýningar.
Aðal sýning safnsins er kölluð " Landsbyggðin og þorpin" og er henni skipt niður í tvo hluta. fyrri gefur innsýn í sveitalíf á Íslandi seinna hluta nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, hvernig hver bær var í raun sjálfbær.
Seinni hluti sýningarinnar er um þróun Egilsstaða frá því að vera bændasamfélag í það að verða þorp sem er meira byggt upp á verslun, þjónustu og iðnaði.
Safnið býður einnig upp á kaffi og veitingar ásamt íslensku handveri og hönnun til sölu.

Kjarvalshvammur - Einn mesti listamaður þjóðarinnar, Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885-1972), dvaldi í Hvamminum að sumarlagi, í lengri eða skemmri tíma á árunum 1948-1968. Þar vann hann að stórfenglegri list sinni jafnframt því að stundir hans í Hvammi urðu honum ánægjuauki og heilsubót. Í Hvamminum stendur nú til minningar um eiganda sinn, eina húsið sem Kjarval kallaði „sitt“ um ævina, en hann bjó lengst af í leiguhúsnæði í Reykjavík.

Geirsstaðakirkja – endurgerð torfkirkja frá Víkingaöld (930 til 1262) sem byggð var um síðustu aldamót í landi Litla-Bakka í Hróarstungu útfrá niðurstöðum fornleifarannsóknar sem gerð var á vegum Minjasafns Austurlands. Hún er opin gestum yfir sumarmánuðina og er tilvalinn áningarstaður ferðalanga.

Á sumrin eru sýningar safnsins opnar alla daga vikunnar frá kl. 11-17. Yfir vetrartímann er safnið opið alla virka daga frá kl. 13-17, en lokað um helgar. Opið eftir samkomulagi á öðrum tíma.
Starfsfólk: Elfa Hlín Pétursdóttir, safnstjóri – Hrafnkell Lárusson, safnvörður.

Minjasafn Austurlands
Sími: 471 1412
Fax: 471 1452
minjasafn@minjasafn.is
www.minjasafn.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga