Stórurð vestan Dyrfjalla

Frá Vatnsskarði á leið til Borgarfjarðar eystri er gengið í Stórurð sem er ein hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. Í Stórurð er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, sumar tugir metra á hæð, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun og best er að hefja hana á Vatnsskarði og ganga inn eftir fjallaröðinni og til baka „neðri leiðina” út í Ósfjall (um 16 km). Einnig er hægt að fara áfram til Borgarfjarðar norðan eða sunnan Dyrfjalla. Í Stórurðargöngu þarf heilan dag til að njóta svæðisins vel. Gestabók er í Stórurð.
Talið er að Stórurð hafi myndast þannig að ísaldarjökullinn hafi skrapað hamraþilin og blokkir fallið þannig á jökulinn sem hafi síðan flutt þær fram dalinn, allt að 7 km leið.
Staðsetning: á Vatnsskarði á leið til Borgarfjarðar

Sjá videó hér

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga