Greinasafni: Austurland
Dyrfjöll


Dyrfjöllin eru svipmikil fjöll milli Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar Eystri.  Geysihá standbjörg beggja vegna skarðs sem jöklar hafa sorfið.  Nyrðra fjallið er hærra 1136 m. og er gengt Borgarfjarðamegin.  Jökull er í botni Jökuldalsins sem liggur að Dyrfjöllum Borgarfjarðarmegin.  Héraðsmegin er Urðardalur.
Í botni hans er stórgrýtt urð, Stórurð sem er ein af allra fegurstu perlum Austurlands.  Efst í Urðardalnum eru björgin eins og stærstu hús.

Um urðina eru tvær merktar gönguleiðir.  Önnur gönguleiðin byrjar við sæluhúsið á Vatnsskarði en hin neðar í fjallinu á leið upp Vatnsskarðið.  Sú leið er um 2 klst í göngu en góðan tíma þarf að gera sér til að skoða sig um. 

Staðsetning: Fjöll milli Borgarfjarðar eystri og Fljótsdalshéraðs


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga