Fjallið Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Ekið er eftir sumarvegi frá Fjarðarheiði sem er opinn frá júní fram á haust eða þar til snjóa fer ár hvert. Ekið er upp að snjóflóðavarnargörðum sem eru staðsettir í rúmlega 600 metra hæð yfir sjávarmáli.
Stórfengleg mannvirki að skoða og mikilfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð og bæinn. Hægt er að aka þangað á rútu og á flestum venjulegum bílum yfir sumartímann.
Einstök upplifun fyrir þá sem ekki geta gengið á fjöll, segja má að þetta sé sannkölluð “safari” ferð. Á Bjólfi eru kjöraðstæður fyrir Svifvængi. Það tekur um 15-20 mínútur að aka frá afleggjaranum á Fjarðarheiði upp að snjóflóðavarnargörðum.

Staðsetning: Vegur frá Fjarðarheiði,
Vegur opinn frá júní – September


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga