Greinasafni: Austurland
Helgustaðanáma

Silfurbergsnáman Helgustöðum er á leið frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur að henni.  Hún er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi. Þar var silfurberg grafið úr jörðu frá því á 17. öld og fram á fyrri hluta 20. aldar. 
Mesta silfurbergsnáma hér á landi er á Helgustöðum við Reyðarfjörð. Stærstu og tærustu kristallarnir hafa fundist þar á dálitlu svæði í holum og bergsprungum fullum af rauðleitum leir, og virðist leirinn hafa verndað kristalana. Í Helgustaðanámu var silfurberg fyrst sótt á 17. öld, en ekki var farið að vinna það fyrr en um 1804, og ekkert að ráði fyrr en eftir 1850. Vinnslan stóð síðan með hléum fram um miðja 20. öld.

Stærstu silfurbergskristallar sem fundist hafa komu úr Helgustaðanámu, og voru margir þeirra alveg tærir og gallalausir. Flestir þeirra fóru í vinnslu, en nokkrir eru á söfnum erlendis. Um aldamótin 1900 fékkst úr námunni stærsti kristallinn sem sögur fara af, um 300 kg að þyngd, en því miður var hann klofinn niður til vinnslu og er ekki til nákvæm lýsing á honum.

Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti.
Silfurberg kallast sérlega tærir kristallar af steindinni kalsít. Enskt heiti silfurbergs er “Iceland spar” og er eitt fárra fyrirbæra úr ríki náttúrunnar sem kennt er við Ísland.  Úr Helgustaðanámunni er komið mest af því silfurbergi sem er að finna á söfnum víða um heim. Einkennandi fyrirsilfurbergskristalla á þessum stað er stærð þeirra, gegnsæi og hreinleiki.Silfurbergið var notað í ýmis tæki, s.s. smásjár, áður en gerviefni komu til.

Staðsetning: Rétt fyrir utan Eskifjörð á leið í Vöðlavík


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga