Greinasafni: Austurland
Hvítserkur

Hvítserkur er eitt sérkennilegasta og fegursta fjall landsins. Það er við akveginn til Loðmundarfjarðar frá Borgarfirði Eystri. Fjallið er að miklum hluta úr flikrubergi (ignimbrite) sem er ljóst á lit. Hlið þess sem snýr að Húsavík er öll með dökkum berggöngum, þvers og kruss, sem skera sig vel frá ljósu flikruberginu og gefa því þennan einstaka svip. Nokkuð er um að fólk gangi á fjallið og þá er þægilegast að ganga inn Gunnhildardal og þaðan upp eftir fjallsröðinni og niður er þægilegast að fara eftir hryggnum til NV. Leiðin er ekki fyrir lofthrædda.

Staðsetning: Á leið til Loðmundafjarðar og við Húsavík 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga