Greinasafni: Austurland
MöðrudalurMöðrudalur liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m.y.s. Ein landmesta jörð landsins. Þar hefur meira og minna verið í byggð frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Í Möðrudal er kirkja sem Jón Stefánsson (1880-1971) bóndi reisti á eigin kostnað til minningar um konu sína. Kirkjan var vígð árið 1949. Jón sá um alla smíði og málaði altaristöfluna er sýnir Krist halda Fjallræðuna. Taflan þykir mjög sérstæð.

Á Möðrudal hefur verið rekin veðurathuganarstöð um árabil, en þar og á Grímsstöðum á Fjöllum mældist mesti kuldi sem mælst hefur á Íslandi, -38 C þann 21. janúar 1918.

Í Möðrudal er rekin ferðaþjónusta Fjalladýrð og sérhæfir hún sig í ferðum á hálendinu auk þess að bjóða upp á rammíslenskan mat. Sjá grein um Fjalladýrð hér
Staðsetning: Möðrudalur er um 100 km frá Egilsstöðum, 162 km frá Akureyri

Maðra Freyju og Maríu.
Gulmaðra (Galium verum) er algeng  jurt,   15—30 cm há,  á þurrum valllendisbörðum, holtum,  torfgörðum, þurrum áreyrum og víðar. Gulmaðra ilmar þægilega. Hún er auðþekkt á allstórum, gulum blómskúfum og mjóum,snarphærðum blöðum, er sitja mörg (6—12) saman í krönsum á stöngiinum. Jurt þessi er fræg frá fornu fari, var helguð Freyju, en síðar kennd við Maríu („sængurhjálmur Maríu meyjar").
Margir staðir eru við hana kenndir, til dæmis Möðruvellir,Möðrufell og Möðrudalur. Sýnir það vinsældir hennar. Maðran er gömul lækningajurt.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga