Greinasafni: Söfn einnig undir: Veitingar
Bustarfell


10 mínútna akstur frá Vopnafirði, á leið frá Bustarfell er bær í Hofsárdal í Vopnafirði undir samnefndu fjalli, 6-7 km löngu. Á fjallinu er hringsjá. Á Bustarfelli er einn af fegurstu torfbæjum á Íslandi. Mun hann að stofni til vera frá 1770 en hefur oft verið breytt síðan. Búið var í bænum til 1966 en hann er nú í umsjá Þjóðminjasafnsins. Í honum er nú mjög lifandi minjasafn.Við bæinn er kaffihúsið Hjáleigan.


Bustarfell- Lifandi safn
Allt frá árinu 1982 hefur Minjasafnið á Bustarfelli verið rekið sem sjálfseignarstofnun en þá gaf Elín Methúsalemsdóttir Vopnfirðingum safnið sem fram að þeim tíma hafði verið sýnt sem einkasafn.  Minjasafninu tilheyra allir munir bæjarins og kaffihúsið Hjáleigan.  Bæinn sjálfan sér Þjóðminjasafn Íslands um, fyrir hönd Íslensku þjóðarinnar.

Aðstandendur safnsins hafa lagt metnað sinn í að sýning gripa safnsins sé sett upp á sem raunverulegastan hátt, rétt eins og íbúar hússins hafi brugðið sér frá stundarkorn.  Ennfremur er mikið lagt uppúr miðlun gamallar verkþekkingar og sagna með lifandi uppákomum, viðburðum og námskeiðum.

Sérstaða safnsins felst þó að miklu leyti í því hversu glöggt hann miðlar breyttum búskapar- og lifnaðarháttum fólks allt frá því fyrir 1770 til þess er hætt var að búa í bænum árið 1966.  Til að mynda eru þrjú eldhús í bænum sem öll segja sína sögu og tilheyra sínu tímabili.  Eins er um muni safnsins, að þeir tilheyra mismunandi tímabilum.  Gaman er að ganga um og sjá hvernig einn hlutur hefur tekið við af öðrum í áranna rás.

Stór hluti muna safnsins er kominn úr búi Methúsalems Methúsalmessonar.  Hann hafði snemma áhuga á því að varðveita gamla muni og hóf að safna þeim víðsvegar úr sveitarfélaginu og varðveitti heima á Bustarfelli.  Afrakstur þeirrar forsjálni fáum við öll að njóta góðs af í dag.  Því starfi sem hann hóf hefur Minjasafnið reynt að halda áfram.  Með velvilja og gjafmildi íbúa sveitarfélagsins berast safninu árlega gjafir sem hafa mikið gildi fyrir þekkingu okkar á arfleifðinni, rótum okkar allra.Kunnum við öllu þessu gjafmilda fólki okkar bestu þakkir fyrir.Í safninu eru nú yfir eittþúsund munir sem hver og einn á sína sögu og sína "sál" sem gerir safnið að þeim einstaka fróðleiks- og afþreyingarbrunni sem það er.

Um Bustarfell 
 Bustarfell er fornt höfuðból og ein stærsta jörð í Vopnafirði
Í hinum fallega dal, Hofsárdal, stendur gamla ættarsetrið Bustarfell. Þessi torfbær, með rauðum stöfnum og grasi vöxnu þaki, er einn af elstu og best varðveittu bæjum sinnar tegundar á landinu. Árið 1532 kaupa Árni Brandsson og kona hans Úlfheiður Bustarfell. Síðan hefur sama ættin búið þar.
Árið 1770 brann bærinn á Bustarfelli en var byggður aftur sama ár, að einhverju leiti úr efni sem ekki brann í eldsvoðanum.  Sumt í bænum er því mjög gamalt en annað yngra, bæði vegna lagfæringa og breytinga.

Að viðhalda torfbæ krefst þess að verkkunnátta í grót- og torfhleðslu glatist ekki.  Alltaf þarf að vera að dytta að þar sem efniviðurinn er "lifandi"  og að hann býr við óblíða íslenska veðráttu.

Byggingarlagi torfbæja á Íslandi hefur verið skipt niður í nokkrar gerðir, þar á meðal þá norðlensku og þá sunnlensku.  Það sem einkennir norðlensku gerðina er að stafnarnir snúa fram á hlað og innaf þeim liggja bæjargönginn í bakhús sem er hornrétt á bæjargöngin.  Sunnlenska gerðin einkennist af miklum fjölda framhúsa sem innangengt er á milli.  Bustarfellsbærin er mitt á milli þessarra tveggja gerða, þ.e. hann einkennir bæði fjöldi framhúsa sem og bakhús sem liggja þvert á bæjargöngin

Árið 1943 seldi Methúsalem Methúsalemsson ríkinu bæinn með því skilyrði að hann yrði byggður upp og varðveittur um ókomin ár. Þá þegar hafði hann hafið söfnun gamalla muna sem hann sýndi þeim sem áhuga höfðu.
Árið 1982 var minjasafnið gert að sjálfseignarstofnun þegar Elín Methúsalemsdóttir afhenti Vopnfirðingum munina í bænum til varðveislu. Fram að því var það einkasafn.

Jörðin Bustarfell er enn í eigu Bustarfellsættarinnar og búa í "nýja húsinu" hjónin Björg Einarsdóttir, dótturdóttir Methúsalems og eiginmaður hennar Bragi Vagnsson.  Stunda þau fjárbúskap á jörðinni.

Minjasafnið Bustarfelli er í Hofsárdal í Vopnafirði.
Safnið er opið frá 10. júní til 10. september ár hvert.
Við hliðina á safninu er kaffihús, Hjáleigan – Café.
Sími 471-2211 og 844-1153. 
bustarfell@simnet.is    www.bustarfell.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga